Menningarlegt heimsveldi-Ameríska öldin Júní, 2014 | Page 2

Allt frá landnámi Christopher Columbus í Ameríku var landið, sem við köllum Bandaríkin í dag, ríkt af auðlindum. Þessar auðlindir hafa gert landið að góðum stað til að búa á og ferðuðust margir evrópubúar yfir hafið í leit af betra lífi hinum nýuppgötvaða heimi. Í allri Ameríku bjó þó fólk, kallaðir indjánar. Indjánar báru mikla virðingu fyrir náttúrunni og voru friðsælir, án þeirrar hjálpar hefðu fyrstu landnemarnir ekki lifað af í óbyggðunum. Evrópubúar flykktust til nýja heimsins í leit af nýjum tækifærum og ekki leið að löngu þar til hvítu mennirnir voru ríkjandi í landinu.

Bandaríkjamenn hafa tekið upp á ýmsu í gegnum tíðina sem hefur breytt heiminum. Trúfrelsi, aukinn konsingarréttur fyrir alla og breytingu í iðnaði. Bandaríkin eiga sér þó dökka fortíð, þrælahald var mikið og kynþáttafordómar voru töluverðir áratugina eftir að þrælahald var bannað. Stríð við breta, átök við Indjána og borgarastyrjöld einkenndu fyrstu ár Bandaríkjana. Seinna fóru bandaríkjamenn út í heiminn að leggja undir sig lönd, t.d. í Afríku sem þá voru enn aðeins ætbálkar sem bjuggu á óskilgreindum svæðum.

„Bandaríkin hafa því risið upp sem stórveldi vegna staðsetningar sinnar, hernaðarbrölts, auðlinda og áhrifa sem þau hlotnuðust eftir styrjöldina"