Kiwanisraffréttir November 2012 | Page 9

Tillaga til þingsályktunar

42. Umdæmisþing Umdæmisins Ísland-Færeyjar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun stjórnar Kiwanis International, að svipta umdæmið þeim réttindum sem það hefur haft í yfir 40 ár að vera umdæmi með fullum réttindum í Heimshreyfingu Kiwanis.

Umdæmið Ísland-Færeyjar sem byggir á tveimur löndum staðsettum í Norður Atlantshafi sem hafa aðeins um 375.000 íbúa hefur í yfir 40 ár starfað af miklum krafti og unnið þrekvirki í margvíslegri þjónustu á heimaslóð og á erlendum vettvangi.

Það er krafa okkar að þegar teknar eru jafnafdrifaríkar ákvarðanir og hér er um að ræða, þá sé tekið tillit til legu landanna, fólksfjöldaog þess árangursríka starfs sem Kiwanisfélagar í Umdæminu Ísland Færeyjar hafa unnið í næstum 50 ár.

Umdæmið Ísland Færeyjar skorar því á stjórn Kiwanis International að endurskoða áðurnefnda ákvörðun sína.

Það er eindregin ósk 42. umdæmisþings Umdæmisins Ísland-Færeyjar að fjöldi Kiwanisfélaga í Umdæmi með full réttindi verði ákvarðaður af fólksfjölda og legu lands. Aðeins með slíku skipulagi skapast jafnræði meðal allra Kiwanis-þjóða.

Eyjólfur Sigurðsson fyrrv. Heimsforseti

Ástbjörn Egilsson, fyrrv. Evrópuforseti

Sæmundur Sæmundsson, fyrrv. Umdæmisstjóri

Björn Ágústsson, fyrrv. Umdæmisstjóri

Sigurður Pétursson, fyrrv. Umdæmisstjóri