Konur í Kiwanis
Á haustmánuðum 1988 gengu nokkrar konur til liðs við Kiwanisklúbbinn Þorfinn á Flateyri, en þá var aðeins eitt ár liðið frá því að Kiwanis International sam-þykkti konur inn í hreyfinguna. Þessi liðsauki kvenna á Vestfjörðum sýndi það og sannaði, að konur voru ekki síðri en karlar í málefnum Kiwanis.
Fljótlega eftir inngöngu þessara kvenna var ákveðið í Reykjavík að reyna stofnun fyrsta kvennaklúbbsins. Ásgeir heitinn Guðlaugsson fv. umdæmisstjóri, Kiwanisklúbbnum Viðey var einna manna áhugasamastur um þetta. Ásgeir þekki Auði Jacobsen vinkonu mína og hvatti hana til að stofna kvennaklúbb innan hreyfingarinnar og dró hún mig með sér í það verkefni.
Ekki var ég mjög áhugasöm um að lesa það sem Ásgeir rétti að mér, bæklingar sem hann lét mig hafa voru settir á borð-stofuborðið og lágu þar. Ásgeir notaði öll tækifæri þegar hann hitti mig, til spyrja hvort ég væri ekki búin að lesa bækling-ana og svo fór að ég þorði ekki annað en að lesa þá til að geta þó sagt - að ég hefði lesið þá. Einhvern veginn fannst mér að við ættum ekki heima í þessari hreyfingu, þar sem allt snerist um karlmenn og ég held að ég megi segja að hvergi fann ég orðið kona í þeim bæklingum sem ég fékk til lestrar. Ekki leist mér nú á þetta.
En Ásgeir var maður ákveðinn og hætti ekki fyrr en við mættum á kynningarfund og vorum við ásamt öðrum, búin að finna nokkrar konur til viðbótar til að koma á fund. Það var svo hinn 5. júní 1989 að þessi kynningarfundur fór fram og viti menn, mér snerist hugur. Það sem var borið á borð fyrir okkur fannst mér mjög áhugavert og þegar ég fór út af þessum fundi var ég ákveðin í að gefa þessu tækifæri og aðeins 10 dögum seinna var Kiwanisklúbburinn Harpa orðinn að veruleika.
Ekki voru allir karlmenn innan Kiwanishreyfingarinnar hrifnir af að fá konur til liðs við Kiwanis og margar skoðanir komu fram, svo sem að nú væri búið að eyðileggja þær einu stundir sem þeir ættu út af fyrir sig og ekki væri hægt að segja lengur hina einu sönnu brandara á fundum.
Ötul framganga Umdæmisstjórnar og svo margra annarra Kiwanismanna sem studdu við bakið á okkur, gerðu það að verkum að fljótlega þögnuðu þessar raddir og er ég afskaplega þakklát fyrir það óeigingjarn starf sem þessir menn lögðu á sig til að styðja okkur – okkar fyrstu skref.
Ég get talið upp fullt af einstaklingum sem stóðu eins og klettar við bakið á okkur og þó ég nefni nokkur nöfn vil ég á engan halla, en fyrstan vil ég telja „Hörpupabba“ eins og Ásgeir heitinn Guðlaugsson var kallaður, Braga Stefánsson, Ástbjörn Egilsson, Sigurð Pétursson og Björn Ágúst Sigurjónsson þetta voru klettarnir. Svo vil ég nefna Eldeyjarmenn þeir buðu okkur strax hús sitt til afnota og kom það sér afskaplega vel fyrir nýjan klúbb.
En mikið vatn er runnið til sjávar síðan og held ég að tilkoma okkar kvenna í hreyfinguna hafi í raun verið jákvæður. Ýmsar áherslubreytingar urðu í tímans rás, við hættum að fá bréf þar sem við vorum titlaðar hr. forseti, hr. ritari og svo framvegis. Við komum með aðeins öðruvísi áherslur, inn í sambandi við líknarmál og tókum við kannski meira á mjúku málunum, við studdum t.d. við fyrstu konuna sem fór í hjartaígræðslu til London, sátum mörg kvöld og saumuðum kanínur og klæddum í hin ýmsu föt og færðum kvennaathvarfinu, gáfum mjaltavélar á fæðingardeildina og studdum vel við Barnaspítalann. Það var frekar fátt sem okkur var óviðkomandi þegar börn voru nefnd og er svo enn í dag.
Í upphafi var ekki erfitt að fá konur til liðs við okkur við náðum alltaf að halda tölunni 25 þó svo að einhverjar gengu úr hreyfingunni.
Þegar ég byrjaði að skrifa þessa grein, fletti ég upp í gömlum greinum sem ég hafði skrifað og í kringum 90-91 sé ég að ég orðin svo bjartsýn að ég tel að mjög fljótlega verði konur 200. Við vorum á þessum árum að stofna nýja klúbba og þá varð Rósan, Góa, Embla, Korpa og Sólborg til. En því miður hef ég ekki orðið sannspá. Harpa lagði upp laupana vegna þess að ekki tókst að endurnýja í klúbbnum og var aldurinn orðinn ansi hár og var mjög erfitt að reyndist að fá ungar konur í hópinn. Góa átti einngi frekar erfitt á þessum árum og gengu Góukonur til liðs við Hörpuna en allt kom fyrir ekki – og enduðum við Hörpurnar á að ganga til liðs við Sólborgu.
Korpa lagði líka fljótt upp laupana og aðeins 1 kona úr þeirra hópi hélt áfram og er það hún Hjördís okkar verðandi umdæmisstjóri. Emblan og Rósan lifa enn og þeir klúbbar hafa svo sem ekki verið stórir, en í þeim klúbbum eru flottar konur sem skilað hafa góðu og miklu starfi innan hreyfingarinnar.
Eftir 23 ára starf kvenna í kiwanishreyfingunni er loksins komið að því að kona verði Umdæmisstjóri og er ég virklega stolt af því og vonandi kemur sá dagur að almenningur í landinu veit að Kiwanis er jafnt fyrir konur sem karla en þar hefur vantað mikið á.
Hér hef ég stiklað á stóru um upphaf okkar kvenna í Kiwanishreyfingunni og hægt væri að halda miklu lengra erindi um upphafið og breiðu bökin sem við urðum að hafa en það skal viðurkennast hér, að ég sé ekki eftir einni einustu mínútu sem ég hef eytt í Kiwanis því að maður fær allar þessar mínútur til baka í einhverri mynd, og ég tala nú ekki um alla vinina sem ég hef eignast.
Á nýafstöðnu starfsári var þess minnst að 25 ár eru síðan að konum var heimilað að ganga til liðs við og stofna Kiwwanisklúbba. Tímamótanna var fagnað á umdæmisþingi þar sem Þyrí Baldursdóttir rakti m.a. sögu fyrsta kvennaklúbbsins. íumdæminu.
Haldið til haga
hvort ég væri ekki búin að lesa bækling-ana og svo fór að ég þorði ekki annað en að lesa þá til að geta þó sagt - að ég hefði lesið þá. Einhvern veginn fannst mér að við ættum ekki heima í þessari hreyfingu, þar sem allt snerist um karlmenn og ég held að ég megi segja að hvergi fann ég orðið kona í þeim bæklingum sem ég fékk til lestrar. Ekki leist mér nú á þetta.
En Ásgeir var maður ákveðinn og hætti ekki fyrr en við mættum á kynningarfund og vorum við ásamt öðrum, búin að finna nokkrar konur til viðbótar til að koma á fund. Það var svo hinn 5. júní 1989 að þessi kynningarfundur fór fram og viti menn, mér snerist hugur. Það sem var borið á borð fyrir okkur fannst mér mjög áhugavert og þegar ég fór út af þessum fundi var ég ákveðin í að gefa þessu tækifæri og aðeins 10 dögum seinna var Kiwanisklúbburinn Harpa orðinn að veruleika.
Ekki voru allir karlmenn innan Kiwanis-hreyfingarinnar hrifnir af að fá konur til liðs við Kiwanis og margar skoðanir komu fram, svo sem að nú væri búið að eyði-leggja þær einu stundir sem þeir ættu út af fyrir sig og ekki væri hægt að segja lengur hina einu sönnu brandara á fundi.
Ötul framganga umdæmisstjórnar og margra annarra Kiwanismanna sem studdu við bakið á okkur, gerðu það að verkum að fljótlega þögnuðu þessar raddir og er ég afskaplega þakklát fyrir það óeigingjarna starf sem þessir menn lögðu á sig til að styðja okkur – okkar fyrstu skref.
Ég get talið upp fullt af einstaklingum sem stóðu eins og klettar við bakið á okkur og þó ég nefni nokkur nöfn vil ég á engan halla, en fyrstan vil ég telja Ásgeir „Hörpupabba“, eins og hann var oft