Íbúatala Montana í Bandaríkjunum er um 1,000.000. Kiwanisfélagar innan við 1000. Íbúatala Íslands og Færeyja er samtals 375000 og Kiwanisfélagar 960.
Það verður að teljast meira en vafasamt að hafa okkur í þessum hópi og ætlast til þess sama of okkur og milljóna þjóðum. Burtséð frá því sem ég hef verið að minnast á hér að framan þá nálgast það nánast ósvífni að ætlast til þess að við séum með í það minnsta 1000 félaga til að halda óbreyttum réttindum.
Við erum með nálægt 2% af heildarfjölda Kiwanisfélaga utan Banda-ríkjanna og Kanada og það er verið að svipta okkur réttindum vegna þess að höfum að áliti forustunnar ekki staðið okkur í fjölgun félaga.
Kiwanisstarf er meira en félagafjölgun og ekki ætla ég að gera lítið úr því. Kiwanis stendur fyrir umfangsmiklu þjónustustarfi víða um heim. Ég þori að fullyrða að það eru ekki mörg umdæmi innan KI sem leggja jafn mikið til þjónustustarfs og félagar í Umdæminu Ísland – Færeyjar. Það er því alls ekki sanngjarnt að gera þessa kröfu.
Mér er ljóst að KI er endalaust að reyna að skera niður útgjöld, en ég þori að full-yrða að ef verið er að reyna að spara með þessum aðgerðum þá er byrjað á vitlausum enda. Ég þekki vel til fjárhagsáætlana og fjárhagsstöðu KI og veit að það er hægt að spara verulega fjármuni ef vilji er fyrir hendi. Það mætti flytja nokkra tölu um það en verður ekki gert að sinni.
Það er einnig rétt að minnast á það að Ísland hefur farið í gegnum alvarlega kreppu á undanförnum árum sem varð til þess að okkar gjaldmiðill féll um 50%. Okkar umdæmi óskaði eftir aðstoð þegar það gerðist og KI sýndi skilning á ástandinu. Ég er þeirrar skoðunar að við hefðum aldrei átt að biðja um aðstoð heldur bíta á jaxlinn og þreyja þorrann. Kannske erum við nú að súpa seyðið af þeirri ákvörðun.
Umdæmið Ísland – Færeyjar mótmælti ákvörðun Heimsstjórnar um að svipta umdæmið fullum réttindum fyrr á þessu ári. Heimsstjórn ákvað að fresta ákvörðunum til 1. október n.k. Þessi aðgerð er jafn fáránleg núna eins og hún var í vor. Þingheimur á þessu þingi verður að mótmæla þessum fyrirhuguðu aðgerðum KI kröftuglega og sjá til þess að þær komist aldrei í framkvæmd.
Nokkrir núverandi og fyrrverandi embættismenn Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi og í Færeyjum hafa ákveðið að leggja fram eftirfarandi þingsályktun fyrir 42. umdæmisþing Umdæmisins Ísland – Færeyjar og óskum við eftir því að þingheimur sýni stuðning sinn við þessa tillögu. (Innskot: Tillagan til hliðar var samþykkt samhljóða og með lófataki)
Tillaga til þingsályktunar
42. Umdæmisþing Umdæmisins Ísland-Færeyjar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun stjórnar Kiwanis International, að svipta umdæmið þeim réttindum sem það hefur haft í yfir 40 ár að vera umdæmi með fullum réttindum í Heimshreyfingu Kiwanis.
Umdæmið Ísland-Færeyjar sem byggir á tveimur löndum staðsettum í Norður Atlantshafi sem hafa aðeins um 375.000 íbúa hefur í yfir 40 ár starfað af miklum krafti og unnið þrekvirki í margvíslegri þjónustu á heimaslóð og á erlendum vettvangi.
Það er krafa okkar að þegar teknar eru jafnafdrifaríkar ákvarðanir og hér er um að ræða, þá sé tekið tillit til legu landanna, fólksfjöldaog þess árangursríka starfs sem Kiwanisfélagar í Umdæminu Ísland Færeyjar hafa unnið í næstum 50 ár.
Umdæmið Ísland Færeyjar skorar því á stjórn Kiwanis International að endurskoða áðurnefnda ákvörðun sína.
Það er eindregin ósk 42. umdæmisþings Umdæmisins Ísland-Færeyjarað fjöldi Kiwanisfélaga í Umdæmi með full réttindi verði ákvarðaður af fólksfjölda og legu lands. Aðeins með slíku skipulagi skapast
jafnræði meðal allra Kiwanisþjóða.
Eyjólfur Sigurðsson fyrrv. Heimsforseti
Ástbjörn Egilsson, fyrrv. Evrópuforseti
Sæmundur Sæmundsson, fyrrv. UmdæmiTTillaga til þingsályktunar
42. Umdæmisþing Umdæmisins Ísland-Færeyjar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun stjórnar Kiwanis International, að svipta umdæmið þeim réttindum sem það hefur haft í yfir 40 ár að vera umdæmi með fullum réttindum í Heimshreyfingu Kiwanis.
Umdæmið Ísland-Færeyjar sem byggir á tveimur löndum staðsettum í Norður Atlantshafi sem hafa aðeins um 375.000 íbúa hefur í yfir 40 ár starfað af miklum krafti og unnið þrekvirki í margvíslegri þjónustu á heimaslóð og á erlendum vettvangi.
Það er krafa okkar að þegar teknar eru jafnafdrifaríkar ákvarðanir og hér er um að ræða, þá sé tekið tillit til legu landanna, fólksfjöldaog þess árangursríka starfs sem Kiwanisfélagar í Umdæminu Ísland Færeyjar hafa unnið í næstum 50 ár.
Umdæmið Ísland Færeyjar skorar því á stjórn Kiwanis International að endurskoða áðurnefnda ákvörðun sína.
Það er eindregin ósk 42. umdæmisþings Umdæmisins Ísland-Færeyjarað fjöldi Kiwanisfélaga í Umdæmi með full réttindi verði ákvarðaður af fólksfjölda og legu lands. Aðeins með slíku skipulagi skapast
jafnræði meðal allra Kiwanisþjóða.
Eyjólfur Sigurðsson fyrrv. Heimsforseti
Ástbjörn Egilsson, fyrrv. Evrópuforseti
Sæmundur Sæmundsson, fyrrv. UmdæmiT
Viðbrögð Heimsstjórnar
In September 2012, Kiwanis International received a resolution adopted by the House of Delegates of the Iceland-Faroes District protesting its recent designation as a district-information. The protest is based on the fact that the population of the entire district is only 375,000 and the concern that Kiwanis International is not taking population base into account when determining district status. After discussion, the committee determined that Procedure 203 – District Status should be revised to:
- Allow an additional year before a district may be moved to a lower status;
- Remove reference to, automatically and allow instead for Board consideration and
discretion;
- Remove reference to ‚without appeal, thus allowing the possibility of appeal by the district and Board discretion regarding that appeal.
Based on this change, the Board will need to determine how to respond to the Iceland-Faroes District’s recent protest.