Kiwanisraffréttir November 2012 | Page 7

7

nú ekki mistök í þessu mikilvæga átaki þá þurftu í það minnsta leiðtogarnir að skilja hvað fælist í þessari breytingu.

Það kom á daginn að þeir sem höfðu hikað höfðu haft rétt fyri sér. Það þurfti meira til en að byrja að stofna Kiwanis-klúbba í einstökum löndum og tilkynna á mannamótum að hreyfingin væri að ná fótfestu á meðal fjölda þjóða á stuttum tíma.

Það gleymdist að þegar stofnað er til samtaka sem eiga að hafa fjölda þjóða innan sinna vébanda þá þarf að hafa skilning á því hversu þjóðirnar eru ólíkar.

Ef slíkur skilningur er ekki fyrir hendi þá mistekst verkefnið. Lífsvenjur, trúarbrögð, menning og ýmsar hefðir eru svo ólík að ekki verða þjóðir heims sameinaðar í samtökum eins og Kiwanis án þess að tekið sé tillit til allra þessara þátta og jafnvel fleiri. – Þetta var ekki gert og það hefur haft og mun hafa óendalegar afleiðingar í framtíðinni ef ekki verður breyting á.

Við skulum líta á niðurstöður tæplega 50 ára starfs Kiwanis International á erlendum vettvangi. Árið 2011, eru 227000 félagar í hreyfingunni í 7634 klúbbum. Árið 1961 þegar ákveðið er að fara í víking og herja á heiminn allan eru tæplega 270,000 félagar og þá aðeins í Bandaríkjunum og Kanada. Árangurinn er ekki ásættanlegur, eitthvað hefur mistekist.

Eftir tæp 50 ár hefur aðeins tekist að fá um það bil 50.000 félaga til liðs við hreyfinguna utan Bandaríkjanna og Kan-ada. Það telst ekki góður árangur.

Það eru auðvitað fleira en takmörkuð þekking á samstarfi þjóða sem hefur orsakað að ekki hefur náðst betri árangur en að mínu mati hefur það haft mikil áhrif.

Eitt af því sem ég tel að hafi haft veruleg áhrif er þessi árátta að styrkja miðstýringu hreyfingarinnar í stað þess að dreyfa stjórnun og færa ákvarðanatöku nær hinum almenna félaga.

Á síðustu árum hefur t.d. markvisst verið dregið úr áhrifum Evrópuhreyfingarinnar og mest af því sem gert var í Evrópu flutt til Indianapolis. Það eru að mínu mati mikil mistök.

Starfi hreyfingarinnar í Evrópu á að vera stjórnað af Evrópumönnum. Það þarf auðvitað að endurskipuleggja Evrópu-samtökin og færa þau í miklu fastara form. Til forustu í Evrópuhreyfingunni eigum við að fá einstaklinga með kunnáttu í marg-þjóða samvinnu og með skilning á starfi slíkra samtaka, þeir eru fyrir hendi ef vandlega er að gáð. Það hefur ekki verið gert og samtökin því í afskaplega veikri stöðu þar sem öll stjórnun kemur frá Indianapolis.

Það kunna ýmsir að velta fyrir sér hvers vegna ég er að ryfja þetta upp, þar sem verið er að ræða það vandamál hvar Umdæmið Ísland – Færeyjar verður skipulagslega staðsett í framtíðinni í heimssamtökum Kiwanis.

Ástæðan er einfaldlega sú að þessar tvær vinaþjóðir, staðsettar hér í Norður Atlantshafi, eru að verða leiksloppar þekkingarskorts og skilningsleysis þeirra sem stjórna alþjóðastarfi hreyfingarinnar.

Samtals eru félagar í okkar klúbbum í þessu löndum um 960. Fólksfjöldi í þessum löndum er um 375,000. Er það slæmur árangur? Ég held ekki.

Lítum á þau umdæmi sem hafa fengið svipaðar tilkynningar um skipulags-breytingar og við, Ástralíu, Nýja Sjáland og Montana ríki í Bandaríkjunum. Íbúatala Ástralíu er 22,500.000. Kiwanisfélagar innan við 1000. Íbúatala Nýja Sjálands er 4,400.000. Kiwanisfélagar innan við 1000.

Íbúatala Montana fylkis í Bandaríkjunum er um 1,000.000. – Kiwanisfélagar innan við 1000.

Íbúatala Íslands og Færeyja samtals 375000 og Kiwanisfélagar 960.

Það verður að teljast meira en vafasamt að hafa okkur í þessum hópi og ætlast til þess sama of okkur og milljóna þjóðum.

Burt séð frá því sem ég hef verið að minnast á hér að framan þá nálgast það nánast ósvífni að ætlast til þess að við séum með í það minnsta 1000 félaga til að halda óbreyttum réttindum.

Við erum með nálægt 2% af heildarfjölda Kiwanisfélaga utan Bandaríkjanna og Kanada og það er verið að svipta okkur réttindum vegna þess að höfum að áliti forustunnar ekki staðið okkur í fjölgun félaga.

Kiwanisstarf er meira en félagafjölgun og ekki ætla ég að gera lítið úr því. Kiwanis stendur fyrir umfangsmiklu þjónustustarfi víða um heim. Ég þori að fullyrða að það eru ekki mörg umdæmi innan Kiwanis International sem leggja jafn mikið til þjónustustarfs og okkar félagar í Umdæminu Ísland – Færeyjar. Það er því alls ekki sanngjarnt að gera þessa kröfu til okkar.

Mér er ljóst að KI er endalaust að reyna að skera niður útgjöld, en ég þori að fullyrða að ef verið er að reyna að spara með þessum aðgerðum þá er byrjað á vitlausum enda. Ég þekki vel til fjárhagsáætlana og fjárhagsstöðu KI og veit að það er hægt að spara verulega fjármuni ef vilji er fyrir hendi. Það mætti flytja nokkra tölu um það en verður ekki gert að sinni.

Það er einnig rétt að minnast á það að Ísland hefur farið í gegnum alvarlega kreppu á undanförnum árum sem varð til þess að okkar gjaldmiðill féll um 50%.

Okkar umdæmi óskaði eftir aðstoð þegar það gerðist og KI sýndi skilning á ástandinu. Ég er þeirrar skoðunar að við hefðum aldrei átt að biðja um aðstoð heldur bíta á jaxlinn og þreyja þorrann. Kannske erum við nú að súpa seyðið af þeirri ákvörðun.

Umdæmið Ísland – Færeyjar mótmælti ákvörðun Heimsstjórnar um að svipta umdæmið fullum réttindum fyrr á þessu ári. Heimsstjórn ákvað að fresta ákvörðunum til 1. október n.k. Þessi aðgerð er jafn fáránleg núna eins og hún var í vor. Þingheimur á þessu þingi verður að mótmæla þessum fyrirhuguðu aðgerðum KI kröftuglega og sjá til þess að þær komist aldrei í framkvæmd.

Nokkrir núverandi og fyrrverandi embættismenn Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi og í Færeyjum hafa ákveðið að leggja fram eftirfarandi þingsályktun fyrir 42. umdæmisþing Umdæmisins Ísland – Færeyjar og óskum við eftir því að þingheimur sýni stuðning sinn við þessa tillögu.

hreyfingarinnar sem segir að til þess að umdæmi hafi full réttindi skuli klúbbar í viðkomandi umdæmi hafa minnst 1000 félaga með fullum réttindum.

Umdæmisstjórn okkar umdæmis mótmælti þessari ákvörðun og óskaði eftir að hún yrði dregin til baka. Það var ekki gert heldur gefinn frestur á framkvæmdinni til loka núverandi starfsárs. Ef sú félagatala sem klúbbar í umdæminu tilkynntu til KI í lok núverandi starfsárs næði ekki 1000 kæmi ákvörðun stjórnar KI til framkvæmda.