Við fórum svo í restina að spranga en
ekki allir tóku það tækifæri.
Þegar farið var heim með Herjólfi þá
var sjórinn sléttari og það nýttu sér
margir tækifærið og fóru út í betra
veðrið til að anda að sér fersku og
góðu lofti. Það var stoppað á
Hvolsvelli til að fá sér kjötsúpu og
svo var ferðinni haldið á Selfoss. Þar
fóru allir heim að gera eitthvað
skemmtilegt eða bara til að sofa.
Ingibjörg
Nauthúsagil
Dagurinn byrjaði kl. 10:30 og var
fyrsta stopp Seljalandsfoss. Margir
fóru þaðan og skoðuðu Gljúfrabúa í
leiðinni.
Leiðin að stærri fossinum er mjög
skemmtileg og þurfti maður að labba
meðfram læknum í miðju gilinu. Við
þurftum að klifra upp lítinn klett og
meðfram veggnum sem búið er að
setja keðju í til þess að halda sér fast.
Á leiðinni er einn minni foss sem er
um 2-3 metrar hár og þar hoppuðu
tveir strákar úr hópnum út í, þeir
Friðrik og Douglas. Allir voru orðnir
frekar kaldir og blautir eftir þessa
ferð og þá var förinni heitið á
Hvolsvöll þar sem fólk nestaði sig
upp.
Carolina og Ronald við Seljalandsfoss
Farið var svo lengra í áttina að
Þórsmörk, en þar er Nauthúsagil, gil
sem hægt er að ganga inn í, en í
enda gilsins er Nauthúsagilsfossinn.
Carmen og Julia frá Spáni halda jafnvægi
Julia frá Spáni með sínum uppáhalds kennurum