Edu-paths Magazine 2 | Page 4

Þegar við komum til Vestmannaeyja fórum við í Eldheima sem er safn um eldgosið í Vestmannaeyjum sem byrjaði 23. janúar 1973 á Heimaey, stóð það yfir í rúmlega 5 mánuði. Meginpunktur safnsins er húsið sem stóð við Gerðisbraut 10 og var grafið upp undan ösku. Það er ótrúlegt að sjá hvað þetta gos var mikið þar sem við höfðum enga hugmynd um það. Er þetta gos það gos sem hefur haft mestu áhrif á byggð í sögu Íslands. Einnig er í safninu saga Surtseyjar en er hún nýjasta og næst stærsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum. Eldgosið í Surtsey byrjaði árið 1963 og stóð yfir í nær 4 ár. Surtsey var gerð að náttúruverndarsvæði og hefur hún verið á heimsminjaskrá UNESCO árið 2008. Húsið við Gerðisbraut 10 Við fórum í fjallgöngu í Herjólfsdal (en í mörgum gömlum heimildum er Gengið upp í þoku en létti til uppi dalurinn kallaður Dalver) á Dalfjalli sem er norðan megin við dalinn en austan megin við hann stendur fjallið Moldi. Við skoðuðum bæinn í Herjólfsdal en það á að vera fyrsta byggð í Vestmannaeyjum. Segir svo í Melabók og Hauksbók að Herjólfur Bárðarson hafi byggt þennan bæ sem dalurinn er kenndur við. Nú í dag er haldin Þjóðhátíð á hverju ári frá 5. áratug 20. aldar en frá þeim tíma var hún haldin öðru hvoru, er hún nú í dag alltaf haldin um Verslunarmanna- helgina. Fyrsta Þjóðhátíðin var haldin árið 1874 í tilefni af 1000 ára afmæli Íslandsbyggðar og að Kristján IX Danakonungur færði Íslendingum sína fyrstu stjórnarskrá. Hundrað- mannahellir er hellir syðst í Herjólfs- dal, hellirinn er fremur lágur til lofts og það þarf að skríða inn í hann, þó