Edu-paths Magazine 2 | Page 3

Flestir íslensku krakkarnir höfðu mikinn áhuga á því að reyna að kasta grjóti niður gíginn í vatnið, það reyndist afar erfitt enda var vatnið rúmlega 550 metra fyrir neðan okkur. Lækurinn við Grænagil – læk á það Hnausapollur vakti mikla kátínu Eftir langa ferð á ósléttum malarvegi á hálendinu, komumst við loks að Landmannalaugum. Þar er mikil litadýrð og gullfallegt. Við skoðuðum Grænagil, þar höfðu allir gaman að því að hoppa yfir lækinn. Það gekk misvel. Á áfangastaðnum, Landmanna- laugum, var gott að vera, þrátt fyrir kulda og lítil og þröng baðherbergi til fataskipta. Sumir skelltu sér í laugina og þótti gestunum afar merkilegt að laugin væri heit og þægileg. Á leiðinni heim var aðal sportið að læra að telja á tungumálum hvers annars sem reyndist vera mjög gaman. Eftir daginn voru allir uppgefnir en þó uppfullir af fróðleik frá leiðsögumanninum Ronald. Katrín Birna Vestmannaeyjar Við lögðum af stað frá Selfossi klukkan 8:30, stoppuðum á Hvolsvelli í 15 mínútur til að pissa og kaupa nesti. Við vorum komin til Landeyjarhafnar klukkan 10:15 og Herjólfur lagði af stað klukkan 10:45. Það var frekar mikil rigning og vont veður á leiðinni þannig að margir urðu sjóveikir af því ekki mátti fara út á þilfar vegna veðurs. Þegar komið var út í Heimaey þá var þoka og ekki sást í Ísland eins og hefði verið ef það hefði verið heiðskírt. Vestmannaeyjar eru eyjaklasi suður af Íslandi. Samanstendur þessi eyjaklasi af 15 eyjum. Syðst er eyjan Surtsey og sú nyrsta er Elliðaey. Heimaey er stærsta eyjan og eina eyjan þar sem byggð stendur, er sú byggð kölluð Vestmannaeyjabær.