Edu-paths Magazine 2 | Page 2

Töluverð undirbúningsvinna var lögð í að taka á móti gestum frá hinum löndunum – verkefninu „Heimavöllur“ var hrint af stað Landmannalaugar Mánudaginn 9. september fórum við í ferð að Landmannalaugum. Fram undan var löng keyrsla en einnig ævintýrarík ferð. Fyrsta stopp var við Hjálparfoss. Þar fengum við hressingu og virtust gestirnir mjög áhugasamir um skyrið, en fannst það þó misgott. Hópurinn við Hjálparfoss Næst stoppuðum við hjá fagurbláu og fallegu vatni sem ber nöfnin Hnausapollur og Bláhylur. Vatnið er í gíg utan í Tjörvafelli, rétt norðan Frostastaðavatns. Heiðari fannst skyrið greinilega gott Myndarlegar stelpur að mynda og myndast