hellinn voru tekin vatssýni sem unnið
var með í náttúrusafninu til að sýna
mismunandi gæði vatns.
Enn fremur fékk hópurinn þau
forréttindi að læra um menningu
Slóvakíu með söngi, dansi og
matargerð. Öll ferðin var mikill
gleðigjafi og nemendur sem ekki
þekktust mikið áður eru bestu
vinkonur í dag.
Hér á eftir fylgja nokkrar ferðasögur
um Slóvakíuferðina. Ronald
Menning Slóvakíu
Landið Slóvakía er með íbúafjölda
um 5,5 milljónir manns og það er
staðsett í Mið-Evrópu. Slóvakía hefur
há fjöll, er ríkt af jarðefnaauðlindum
og stór svæði eru skógi þakin. Það
hefur um það bil fjögur þúsund af
hellum. Fólk í Slóvakíu eru mjög
vingjarnlegt, til dæmis þegar vinir
eða fjölskyldur hittast, kyssa þau
mjög oft á kinnina vegna þess að það
táknar að vera velkomin. Það er mjög
mikilvægt að heilsa fólkinu með
virðingu þegar þú hittir þá í fyrsta
skipti. „Dobry den“ þýðir Góðan
daginn á slóvensku, það er hægt að
nota þessi orð næstum því á hverjum