Edu-paths Magazine 1 | Page 8

Í vikunni 28. janúar til 2. febrúar fór hópur með 6 nemendum og tveimur kennurum í námsferð til Slóvakíu. Það voru Ingibjörg, Emilía, Donna, Nadía, Andrea og Rósmary sem fengu að fara með Ronaldi og Gunnari kennara til þessa að kanna nýtt land og nýja menningu sem er Íslendingum annars frekar óþekkt. Gestgjafar höfðu undirbúið glæsilega dagskrá sem allir nutu góðs af og hugsuðu nú Íslendingarnir að við í FSu-teyminu verðum að vanda okkur verulega mikið þegar við verðum gestgjafar í haust, ef gæðin eiga að vera sambærileg. Nemendahópurinn okkar sem voru einungis stúlkur að þessu sinni, stóðu þær sig með prýði þegar það kom að nemendaskiptum. Áttu þær mjög oft frumkvæðið, blönduðu geði við aðra nemendur úr hinum þremur löndunum og voru afskaplega já- kvæðar, þrátt fyrir sumar aðstæður þar sem margir aðrir hefðu kvartað. Mikil útikennsla átti sér stað, þar sem lært var um náttúruna og sveitalífið. Ein ganga í fjall- og skóglendi með leiðsögn endaði í náttúrusafni, þar sem unnið var úr hinu lærða. Á svipaðan hátt var farin ferð í helli sem annars er ekki opinn almenningi, en leiðsögumenn útskýrðu fyrir okkur hvað fyrir augu bar. Í og fyrir utan