Vín og gítarverksmiðja
Þegar að við erum komin í skólann
eru kynningar. Heiðar og Tristan taka
fyrstu íslensku kynninguna og mikið
var hlegið af henni. Síðan förum við
niður í kapellu og fáum nesti. Drífum
okkur svo inn í rútu og keyrum af
stað í Ólífuolíuverksmiðju. Það var
mjög fræðandi, sérstaklega vegna
þess að seinna í ferðinni lærðum við
um ólívur. Þá förum við aftur í rútuna
og keyrum á næsta áfangastað:
gítarverksmiðjan.
Það var mjög spennandi í fyrstu, en
svo var þetta svo langt ferli og allir
orðnir frekar þreyttir. Síðan er
kominn tími á hádegismat. Við förum
á einhvern veitingastað og borðum
þar 4-5 rétta máltíð, enginn af
Íslendingunum gat komið öllu niður.
Síðan fórum við í Vínverksmiðju. Þar
var rosaleg lykt af víninu. Þetta var
rosalega spennandi og fræðandi.
Síðan var ferðinni haldið heim á leið.
Ég og Andrea hittum fullt af
krökkunum í hópnum á Domino’s.
Þar vorum við til kl. 23:00 og fórum
svo beint heim að sofa. Hanna
Súkkulaði
Fyrir hádegi á fyrsta deginum var
farið
og
skoðað
súkkulaði
verksmiðjuna Perez Chocolates sem
er staðsett í bænum Villajoyosa.
Verksmiðjan hefur verið starfandi frá
árinu 1892 þegar að Gaspar Pérez
Péres byrjaði að stækka framleiðslu
sína á þessu fræga súkkulaði.
Pérez súkkulaði er mjög einstakt þar
sem í flestum tilvikum er notað
100% súkkulaði.
Okkur var fylgt í gegnum alla
verksmiðjuna og fengum að sjá
hvernig allt gekk fyrir sig. Það var
mjög áhugavert að sjá að þau eru
ekki mikið að vinna með að uppfæra
vélarnar sínar heldur nota þau frekar