gömlu vélarnar og fá þá í staðin líka
þetta gamla góða.
Borðaður var rétturinn Paella í
hádegismat sem er mjög frægur
réttur á Spáni.
Þaðan lá leiðin að annarri súkkulaði-
verksmiðju sem sérhæfir sig í
núggati. Hún er staðsett í El Lobo og
er núggat verksmiðja sem var
stofnuð árið 1725 en 1880 var
þegar uppskriftin var skrifuð niður á
blað og farið að framleiða súkkulaðið
í búnkavís. Hún er eitt af elstu
vinnandi verksmiðjum á Spáni.
Í lok ferðarinnar enduðum við í
verslun og þar fékk fólk að smakka
allar þær tegundir af súkkulaði sem
framleiddar eru og þar gafst líka
tækifæri á að kaupa súkkulaði ef
menn vildu. Þaðan var svo haldið
niður á strönd og skoðaður gamli
fiskimannabærinn.
Þar
fengu
nemendur tækifæri á að kynnast
öðrum krökkum frá öðrum löndum
og hverjum þau væru að fara gista
hjá næstu þrjár nætur.
Alveg eins og í hinni verksmiðjunni
enduðum við í búð og gat fólk keypt
sér súkkulaði, núggat eða turron.
Síðan var haldið til Alcoy og þar beið
okkar fjölskyldurnar og við fórum
heim með þeim og nutu saman
kvöldmat. Sambandið á milli
nemenda frá öðrum löndum var ekki
mjög mikið fyrsta og hálfan daginn
en ég held að öllum hafi nú samt
líkað við alla. Tanja
Ráðhúsið í Alcoy og textíl
Föstudagurinn var seinasti dagurinn
okkar með öllum hópnum. Við
mættum með farangurinn okkar í
skólann klukkan 8 og geymdum
hann þar. Hópnum var síðan skipt,
og spænsku krakkarnir löbbuðu um
og sýndu okkur skólann. Þau sögðu
okkur frá hvernig hefðbundinn
skóladagur væri og töluðu um það
helsta hvað væri í skólanum.
Síðan var förinni heitið í ólívu
verksmiðju með rútu í Alcoy. Þar tók
á móti okkur kona sem sagði okkur
frá framleiðslunni, sögunni, tækjum
og tólum sem er notað í
framleiðsluna og hún sýndi okkur
líka myndband af framleiðslunni. Við
fengum að sjá inn í verksmiðjuna í
gegnum glerglugga með miklu
útsýni yfir framleiðsluna þegar
ólívurnar voru framleiddar. Okkur