Edu-paths Magazine 1 | Page 14

bæjunum á Íslandi er sá að á Farma Východná er allt miklu stærra og það er allt mjög sérhæft eftir því hvað á að fara að gera. Á Íslandi er stærsta kúabúið í Flatey á Mýrum í Hornafirði þar sem framleidd er tæplega 2 milljónir lítra af mjólk. Eftir að við vorum búin að fá hádegismat þá fórum við að sópa korni ofan í holu og moka skít hjá bæði kálfunum og kúnum. Munurinn á Farma Východná og sveita- Ég get ekki sagt að mér hafi fundið þessi ferð á sveitabæinn eitthvað rosalega skemmtileg, en eftir á að hyggja held ég að ég hafi lært ágætlega mikið af henni og mun ég örugglega muna eftir þessari ferð þegar ég var látin moka skít í Slóvakíu. Ingibjörg Sleðaferð Við fórum í sleðaferð á meðan við vorum í Slóvakíu og komum við um 19:30 til þess að ná ferðinni upp með fjallalest þar sem þetta var sirka 2,5km löng ferð. Lestin gengur á 30 mínútna millibili og efst uppi voru ís- skúlptúrar. Við sem sagt gátum ráðið því hversu oft við gátum farið en það var í mesta lagi fjórar ferðir, en eftir 4. ferðina var skíðasvæðinu lokað. Sleðarnir voru gerðar úr járni en þeir sem voru frá Slóvakíu voru með trésleða. Þetta var án efa það skemmtilegasta sem var gert að renna sér niður brekkuna og hlaupa í gegnum allt svæðið og ná næstu lest. Í fyrstu ferðinni var hlegið mikið og það voru miklir snjóhólar í brekkunni sem urðu dýpri eftir því sem maður renndi sér oftar niður. Emilía týndi símanum sínum, en hann fannst af ungri stelpu ásamt því að það var sleðað yfir Andreu af mér, Rósmary. Hún endaði með flotta kúlu og ég lenti á andlitinu í snjóinn og í fyrstu ferðinni líka snerist 180° og fór niður aftur á bak þegar Gunnar klessti aftan á mig. Síðan í síðustu ferðinni niður, þar sem við vorum ekki í eins miklum kappi við tímann, tóku Íslendingarnir því rólega og skoðuðum skúlptúruna sem áttu að vera alveg hrikalega flottir, enda hafði verið mjög mikið peppað fyrir þá. Þeir voru flottir en aðeins of mikið pepp fyrir þetta… En síðasta ferðin sló örugglega í gegn mest þar sem við byrjuðum á því að renna niður í röð og það var búið að krækja alla sleðana og byrja