skoðaðir og enn færri eru opnir fyrir
almenning vegna þess að þeir eru
hættulegir eða of verðmætir til þess
að fólk fari og eyðileggi eitthvað.
Fjöll og tré eru líka stór partur af
slóvakískri náttúru og mikið af
fjöllum sem eru þakin trjám og þá
sérstaklega grenitré. Í fjöllunum búa
líka oft dýr eins og villisvín, dádýr og
mismunandi fuglategundir. Í ferðinni
fengum við að sjá sporin frá þessum
dýrum í fjallgöngunni okkar. Það var
mikið um íkorna í trjánum og
aðallega rauðum íkornum. Emilía
Hellirinn sem að við fórum í er yfir
3000 metra langur og enn er verið
að grafa lengra inn í hann. Við fórum
aðeins fimmhundruð metra inn í
hann.
Dagur í sveitinni
Á degi númer tvö (þriðjudeginum)
fórum við á sveitabæ sem heitir
Farma
Východná.
Bærinn
er
staðsettur í héraðinu Lipov sem er í
um 930 m yfir sjávarmáli. Jörðin er
1511 hektarar (einn hektari er 100
x 100 m) þar sem rúmlega 500
hektarar eru ræktanlegir en um
1000 hektarar eru engi og beitilönd.
Þar er starfrækt lífrænt bú sem er
með um 820 kýr og 770 kindur auk
þess sem lífræn berjaframleiðsla er á
um 7 hekturum. Á búinu er lögð
áhersla á lífræna mjólkurframleiðslu
og á bænum er einnig unnin ostur úr
hluta af mjólkinni. Á búinu framleiða
þau fóðrið fyrir kýrnar sjálf. Auk
framleiðslunnar taka þau á móti
gestum eins og okkur til að sýna
búið.
Við byrjuðum daginn á því að skoða
sveitabæinn og sjá hvernig allt
virkar, það eru nokkur hús sem
gegna sitt hverju hlutverkinu. Meðal
þeirra er húsið sem framleiðir fóðrið,
mjólkurhúsið og húsið þar sem
kýrnar bera kálfunum.