Náttúrusafnið
Við heimsóttum slóvenska náttúru -
og hellisskoðunarsafnið bæði á
miðvikudaginn og fimmtudaginn. Þar
var margt áhugavert hægt að skoða
og mikið af fagmannlegu fólki að
starfa þar, sem gat svarað öllum
spurningum sem lágu okkur á hjarta.
Þar sáum við margt fróðlegt, til
dæmis slóvenskar fornleifar og
hvernig náttúra og dýralíf hefur
þróast þar í gegnum aldirnar. Þar
voru útstillingar um náttúrusögu
Slóvakíu og hellisuppgötvanir þar í
landi. Slóvakía á sér merkilega fortíð
vegna þess að þar er hægt að finna
ýmsa steingervinga frá mismunandi
tímabilum en landið var undir sjó á
tímum risaeðlanna en það fraus á
ísaldartímabilinu. Sjá mátti þar líkön,
bein og fornleifar af ýmsum út-
dauðum dýrategundum svo sem
loðfílum, hellisljónum og hafeðlum.
Þarna á þessu safni var einnig að
finna margar mismunandi steindir frá
einhverjum af fjölmörgum hellum
Slóvakíu en þeir eru um það bil
2400 talsins.
Á safninu rannsökuðum við sýrustig
vatns sem við höfðum safnað fyrr um
daginn en það var hellavatn, vatn úr
ölkeldu í nágrenninu og loks vatn úr
á. Það var virkilega áhugavert að
rannsaka það og fræðast um. Þar
lærðum við einnig betur um þau dýr
og lífverur sem búa í hellunum í
Slóvakíu. Þar á meðal eru leður-
blökur, köngulær og hellisbjöllur.
Fengum við að skoða hellisbjöllur í
smásjá og fræðast um hvernig þeim
finnst best að lifa lífinu. Einnig var
skoðað þar innri líffræði ýmsa
skordýra. Það var mjög fræðandi og
upplýsandi upplifun að fara á þetta
safn og við fórum þaðan út ýmsu
vitrari. Andrea
Dagur í náttúrunni
Í ferðinni fengum við að sjá mikið af
náttúru Slóvakíu, til dæmis fórum við
í helli sem er ekki opinn almenningi.
Við gengum upp á fjall, fórum í
sleðaferð, skoðuðum dali og fórum á
sveitabæ. Það sem einkenndi
aðallega náttúruna í Slóvakíu voru
háu trén, miklu fjöllin og á þessum
árstíma er mikið af snjó.
Í Slóvakíu eru meira en 2400 hellar
en aðeins 400 af þeim hafa verið