Edu-paths Magazine 1 | Page 11

Hellaferð Snemma á fimmtudagsmorgni var ferðinni heitið í enn eina framandi náttúruperlu Slóvakíu – Velka Stanisovksa Cave. Eftir nokkurra mínútna göngu komum við að hellinum ásamt leiðsögumönnum sem að gáfu okkur hjálma og höfuð- ljós. Tilgangur ferðarinnar var að taka sýni úr hellavatninu og ánni fyrir framan hellinn og gera tilraunir á því seinna meir á náttúruminjasafninu í bænum Liptovsky, til þess að athuga hvort að sýnið væri til dæmis mögulega drykkjarhæft. Við fengum fræðslu af hæstu gráðu innan hellisins meðal annars um lífshætti dýranna sem lifa þar og hvernig hellalífið hefur breyst með tímanum vegna til dæmis loftslagsbreytinga. Dýrin sem sáust með beru auganu inni í hellinum voru fiðrildi, leður- blökur og ýmis skordýr líkt og bjöllur og köngulær. Hægt var að koma auga á nokkra dropasteina innar í hellinum og einnig smáar lindir. Þegar hellaferðinni var lokið var haldið til baka á náttúruminjasafnið Slovak Museum of Nature Protection and Speleology til þess að kanna sýnin og fræðast meira um dýralífið sem aðhafðist í hellinum. Óhætt er að segja að þennan dag höfum við fræðst um slóvakíska náttúru á bæði skilvirkan og skemmtilegan hátt. Nadía