Ízlandzrit Dec. 2013 | Page 4

Við töluðum við Egil Skalla-Grímsson og báðum hann að seigja okkur aðeins frá sjálfum sér og fjölskildu sinni. Hann byrjaði á því að seigja okkur aðeins frá æskunni sinni og foreldrum.

,,Ég fæðist hér á Ízlandi og ég er sonur Skalla-Gríms og Beru, þau áttu heima í Noregi í nokkuð langan tíma og flytja svo hingað stuttu áður en ég og Þórólfur fæðumst."

Hvað gerir Egill úr þessu?

"Ég hugsa með mér, þetta þýðir ekkert ég er búin að fá mér mjólk og söl og ég sem ætlaði ekki að fá mér neitt. Svo endaði þetta á því að ég ákvað bara að vera þakklátur með það sem Óðinn hefur gefið mér, eins og hæfileikann að yrkja."

Egill hefur drepið þó nokkuð marga menn og við vorum forvitin um hve marga.

,,Ég hef ekki töluna yfir því hversu marga menn ég hef drepið en ég get þó sagt ykkur það að ég drap fyrst sjö ára gamall, ég var staddur á knattleik og mér leist ekkert svakalega vel á strák sem hét Grímur, hann var tólf ára og ég bara tók exi og lamdi henni í hausinn á honum."

Við spurðum Egil út í börnin hanns og hvernig hann brást við dauða sona sinna

,,Ég á þrjú börn þau heita Þorgerður, Bera og Þorsteinn, ég átti þó tvo aðra stráka en þeir eru því miður dánir.

Þegar að þeir dóu ætlaði ég að leggjast í rúmið og ekki borða neitt, ég vildi bara ekki lifa, þeir voru mér mjög mikilvægir. En sem betur fer lætur Ásgerður senda eftir dóttur okkar, Þorgerði til að tala mig út úr þessu. Hún kemur á staðinn og seigir mér að hætta þessari vitleisu, ég neita því, þá ákveður hún að leggjast við hliðina á mér og ætlar að gera það sama og ég en í rauninni var hún að blekkja mig. Hún liggur við hliðina á mér og er að naga söl og ég byrja naga það líka. Auðvitað verðum við þyrst því þetta er mjög salt, hún þykist ná í vatn í horn, hún drekkur það og bíður mér, ég drekk líka og kemst að því að það er mjólk í horninu."