VÆNG
KLASSAR
Skýringarmynd sett upp til að aðstoða við að finna hvaða vængir henta einstaklinginum. Myndin er til að aðstoða við valið en notist alltaf við lýsinguna á viðkomandi væng.
Texti og mynd Vífill Björnsson
SKY PARAGLIDERS vængir sem að sögn framleiðanda eru sér á báti í framleiðslu og einstakir að því leiti að framleiðsluferlið hefur hlotið ISO vottun. Vængirnir eru framleiddir í Tjékklandi, nánartiltekið Frydlant nad Ostravici.
Framleiðslan á hverjum væng fyrir sig byggist á gríðarlega ströngu eftirliti sem þarf að uppfylla samkvæmt ISO þar sem það eru gerðar yfir 150 gæðaathuganir á meðan vængurinn er í framleiðslu.
Framleiðslan
Líkan vængsins er unnið CAD hugbúnaði, hver hluti vængsins er athugaður fyrir hverja staðsetningu og búið til sker mynd (cut plan). Hver hluti er einnig settur undir strangar prófanir vegna álags, rif og tog. Hver vængur hefur um 430 hluta (FIDES 2) eða jafnvel 965 hluta (ERIS)
Allir hlutar vængsins er komið fyrir á sker mynd þar sem kröfur eru gerðar á 94% nýtingu efnis, sem gerir einungis 6% affall þegar mest lætur. Efnið er skorið með CNC skera en með þeirri tækni er komist hjá mögulegum mannlegum misstökum sem geta átt sér stað við skurð.
Hver hluti vængsins er sorteraður og tví athugaður á ljósborði fyrir mögulega efnisgalla. Að því loknu eru línur og annað slíkt athugað fyrir sliti eða framleiðslugalla svo unnt sé að hefja saumun á viðkomandi væng.
Þegar lokið hefur verið við saumun á væng er honum gefið framleiðslunúmer og hann merktur. Á þessu stigi er vængurinn settur í vindprófun, strúktur vængsins er blásinn upp. Ef upp kemur að einhver sella eða hluti vængs er gallaður þá er umsvifaust skipt um viðkomandi gallað eintak fyrir nýtt. Meðaltals prósenta galla sem finnast við þessa prófun eru undir 0,5%. Markmiðið er að það séu undir tveir vængir á hverja 1000 framleidda.
Komið er fyrir línum á vænginn, það er nauðsynlegt að álagsprófa allar línurnar og að því loknu eru hnútarnir gerðir.
Að þessu loknu er vængurinn reiknaður með 5 kg álagi og lagfærður strax ef finnst mismunur, allur mismunur er skráður til notkunar og gagnameymslu.
Vængirnir eru að þessu ferli loknu tilbúnir til reynsluflugs (simulation). Þegar almenn gæði vængsins eru athuguð eru 38 gæðaskref eftir sem fer fram við lokaúttekt.
Þegar öllu er lokið fær vængurinn undirskrift frá gæðastjóra, gögn vistuð, framleiðslunúmer athugað í annað sinn og skráð. Vængurinn er þrifin ef þörf þykir, pakkaður ásamt upplýsingum inn í innri poka og þá tilbúinn til afhendingar í hendur kaupandans.