Sámur 1. tbl 40. árg 2015 | Page 9

Ég er fæddur árið 1981 og er alinn upp í Reykjavík, er stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og með sveinspróf í Hársnyrtiiðn frá Iðnskólanum í Hafnarfirði. Á menntaskólaárum var ég virkur í nemendaráði og sat meðal annars í stjórn leikfélagsins LFMH. Í dag rek ég ásamt sambýlismanni mínu hársnyrtistofuna Senter ehf. en samhliða almennri stofuvinnu starfa ég fyrir 365 miðla við innlenda framleiðslu og dagskrágerð. Ég hef verið félagsmaður í Hundaræktarfélagi Íslands frá árinu 2002, þegar ég eignaðist minn fyrsta ættbókarfærða hund, chihuahua tíkina CIB ISCH Íslands Ísafoldar Kolku, en áður hafði ég átt þýskan fjárhund. Ég hef verið virkur félagsmaður frá upphafi og sinnt hinum ýmsu störfum fyrir félagið. Ég tók þátt í stofnun Chihuahua-deildarinnar árið 2005, ásamt öðrum góðum og dugmiklum einstaklingum og sat í stjórn deildarinar til ársins 2011 sem ritari og svo formaður. Á starfsárinu 2014-2015 sat ég í stjórn Smáhundadeildar. Á ársfundi Chihuahua-deildarinnar þann 27. mars síðastliðinn gaf ég kost á mér til stjórnarsetu og er formaður deildarinnar í dag. Ég fékk viðurkennt frá FCI ræktunarnafn mitt, Conan Catchas árið 2004 og hef ræktað undir því nafni bæði chihuahua og poodle. Ræktunarnámskeið, hundafiminámskeið, hringstjóranámskeið og sýnendanámskeið hef ég sótt á vegum félagsins en einnig hef ég sótt hvolpanámskeið og hlýðninámskeið. Ég er í sýningadómaranámi. Ég gef kost á mér til stjórnar Hundaræktarfélags Íslands því mig langar að sjá félagið mitt og félagsmenn alla dafna og starf þeirra eflast. Ég vil að fulltrúaráðið hafi meira vægi í ákvörðunum er lúta að félaginu í heild og auka þannig lýðræðið í félaginu. Þannig tel ég að deildirnar gætu orðið enn virkari í eigin starfi. Mig langar að koma á frekari samskiptum milli Hundaræktarfélags Íslands, yfirvalda og almennings. Ég vil sjá félagið beita sér á áþreifanlegan hátt fyrir hundaeigendur alla, í formi fræðslu, útivistarsvæða fyrir hunda í almenningsgörðum, breytingu hundaleyfisgjalda og vinna að almennri viðurkenningu hundahalds í samfélaginu. Fyrst og fremst langar mig að taka þ