- Bakboki og auka föt: Við elskum góða bakpoka. Best er að hafa bakpoka sem situr vel á bakinu, t.d. skólatöskuna eða minni slíkan poka. Gott er að hafa auka föt meðferðis því það geta alltaf orðið slys, hvort sem það er pollur eða piss.
- Sundferðir: Farið er í sund í hverri viku. Gott er að börnin hafi merkt eða skrautlegt handklæði sem þau þekkja sjálf. Allir starfsmenn fara með í laugina nema einn sem fylgist með á bakkanum. Í sundi eru börnin merkt með sundbandi til að aðgreina hópinn okkar. Farið er eftir öryggisverkferlum og við höldum okkur alltaf í barnalauginni. Börn í 1. bekk þurfa að vera með armkúta nema haft sé samband við forstöðumann.