Gott að vita!
- Námskeiðin byrja kl. 9 og lýkur kl. 16. Nema skráð sé viðbótarstund þá þarf að koma með börnin og sækja innan þess tíma.
- Heimkoma úr ferðum: Á ferðadögum erum við yfirleitt úr húsi milli kl. 10:00 og 15:00. Heimferðir geta dregist til kl. 16:00.
- Fjarvistir: Þarf að tilkynna fyrir kl. 9:00 símleiðis eða með sms. Við erum ekki alltaf við tölvupóstinn á sumrin.
- Nesti: Börnin þurfa að koma með þrjú nesti á dag (morgun-, hádegis- og síðdegisnesti). Nestið þarf að vera hægt að borða á ferðinni og þarf ekki að hita. Stundum grillum við og þá geta börnin komið með pylsur eða hamborgara, og Halastjarnan sér um sósur og lauk.