Myndir mánaðarins Ágúst 2017 tbl. 283 DVD-VOD-hluti | Page 16
Fast & Furious 8
Reglurnar hafa breyst
Já, reglurnar hafa sannarlega breyst í þessari áttundu mynd
Fast and Furious-seríunnar þegar aðalmaður þeirra og höfuð
„fjölskyldunnar“, Dominic Toretto, svíkur bæði félaga sína og
eiginkonu og gengur í lið með hátæknisérfræðingnum og
glæpadrottningunni Cipher. Hvað gengur Dominic til?
Ef einhvern tíma er óhætt að lofa áhorfendum hasar þá er það í
Fast and Furious-myndunum og er þessi áttunda mynd seríunnar
engin undantekning frá þeirri reglu, þvert á móti. Í henni stendur
hasarinn reyndar nær Íslendingum en áður því eins og flestir vita
eru nokkur af aðalatriðum myndarinnar tekin upp hér á landi.
Sem fyrr eru bílar og alls kyns önnur farartæki fyrirferðarmikil í
sögunni en um hana segjum við ekki meira til að skemma ekki fyrir
þeim sem sáu ekki myndina í bíó. Diskurinn kemur út 17. ágúst.
Fast & Furious 8
Charlize Theron leikur Cipher sem tælir Dominic Toretto og
fær hann til að svíkja félaga sína – eða þannig lítur það út.
Hasarmynd
136
DVD
mín
Aðalhlutverk: Vin Diesel, Charlize Theron, Dwayne Johnson, Jason
Statham, Scott Eastwood, Michelle Rodriguez og Helen Mirren
Leikstjórn: F. Gary Gray Útgefandi: Myndform
17. ágúst
Punktar ....................................................
HHHH - Village Voice HHHH - Variety HHHH - Playlist
HHH 1/2 - R. Stone HHH 1/2 - Screen HHH 1/2 - E.W.
Segja má að Scott Eastwood, sonur Clints Eastwood, komi hér inn
í seríuna í stað Pauls Walker sem lést í bílslysi í nóvember árið 2013,
en þeir tveir voru í raunveruleikanum mjög góðir vinir.
l
Fyrir utan atriðin sem tekin voru upp á Íslandi, þar á meðal á
Akranesi og við Mývatn, var myndin að mestu tekin upp í Havana á
Kúbu, á Manhattan í New York, í Atlanta í Georgíuríki og í Berlín.
l
Þessi áttunda mynd seríunnar er næstvinsælasta myndin til þessa
á eftir sjöundu myndinni. Staðfest hefur verið að a.m.k. tvær myndir
í viðbót verði gerðar og verður níunda myndin frumsýnd 2019 og sú
tíunda 2021. Hvort ellefta myndin verður gerð kemur síðar í ljós.
l
Félagar Dominics vita að sjálfsögðu ekki hvers vegna hann
snerist skyndilega gegn þeim en að því verða þau að komast.
Veistu svarið?
Leikstjórinn F. Gary Gray hefur gert margar fínar mynd-
ir í gegnum árin og við spyrjum einfaldlega: Hver var
hans fyrsta bíómynd (sem sló í gegn árið 1995)?
Ein sprengjan í myndinni er sú öflugasta sem sprengd
hefur verið á Íslandi í tengslum við kvikmyndagerð.
Friday.
16
Myndir mánaðarins