Myndir mánaðarins September 2018 tbl. 296 BR-DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 10
Steinaldarmaðurinn
Enga bronsöld hér!
Steinaldarmaðurinn er mjög fyndin leirbrúðumynd eftir Nick
Park sem gerði m.a. hina frábæru Chicken Run árið 2000 og
myndirnar um hina kostulegu Wallace og Gromit, auk þess að
vera aðalhöfundur myndanna um hrútinn Hrein og vini hans.
Hér segir frá steinaldarunglingnum Dug sem lifir hamingjuríku lífi
ásamt fjölskyldu og vinum í hringlaga dal, talsvert langt frá helstu
hættum heimsins eins og eldfjöllum, risaeðlum og loðfílum. Dag
einn verður heldur betur breyting á högum þeirra þegar brons-
aldarkeisarinn Nooth uppgötvar dalinn og ákveður að sölsa hann
undir sig. Við það er Dug skiljanlega ósáttur en má sín til að byrja
með lítils gegn allri þeirri nýmóðins tækni sem bronsöldin hefur
fært Nooth með tilheyrandi yfirburðum á flestum sviðum. En Dug
er úrræðagóður og svo fer að hann nær að skora Nooth á hólm í
fótboltaleik um hin endanlegu yfirráð. Vinni bronsaldarliðið eignast
Nooth dalinn en vinni steinaldarliðið þarf Nooth að hypja sig. Vanda-
málið er að það er ekki enn til neitt steinaldarlið í fótbolta ...
Punktar .............................................