Myndir mánaðarins September 2017 tbl. 284 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 25

Obit. – Siggi sebrahestur Obit. Hún er ekki öll eins, blaðamennskan Skemmtilega gerð mynd um minningargreinar, fólkið sem skrifar þær, fólk- ið sem skrifað er um og hvers vegna það verðskuldar minningargreinar. Allir deyja að lokum. Það vita allir, líka þeir sem vinna á ritstjórn dagblaðsins The New York Times sem vill ávallt vera fyrst með fréttirnar. Í þessari mynd er litið inn á eitt af sérsviðum blaðamennskunnar, þ.e. það sem snýst um að hafa minningar- greinar tilbúnar um frægt fólk ef það skyldi taka upp á því að deyja því eins og með fréttirnar keppast blöð við að vera fyrst til að birta úttekt á lífi hinna frægu eftir þeirra dag. En hver ákveður um hverja á að skrifa? Og hvernig skrifar maður minningargrein um einhvern sem er enn sprelllifandi? Obit. hefur svörin við því. Punktar ............................................................................................ HHHH 1/2 - Chic. Sun-Times HHHH 1/2 - Wash. Post HHHH - N.Y. Times HHHH - H. Reporter HHH 1/2 - R. Ebert.com HHH 1/2 - L.A. Times Maður gæti ætlað að mynd um minningargreinar væri frekar dapurleg en það væri þá langt frá sannleika málsins í þessu tilviki því Obit. þykir mjög fyndin á köflum og það er nóg pláss í henni fyrir húmor í svartari kantinum. En um leið og myndin fjallar um minningargreinar, og fólkið sem skrifað er um er Obit. líka bráðskemmtilegur óður til blaða- mennskunnar og blaðamanna sem safna upplýsingum um fólk sem fáir vissu fyrir hvað stóð – þangað til þeir lesa minningargreinina um það. l l VOD 93 mín Heimildarmynd um minningargreinar og fólkið sem skrifar þær Höfundur: Vanessa Gould Útg.: Myndform Heimildarmynd 22. september Siggi sebrahestur Þættir 41 til 46 Þættirnir um Sigga sebrahest og félaga hafa notið mikilla vinsælda yngstu áhorfendanna og hér koma út sex nýjar teiknimyndir á VOD-leigunum. Siggi sebrahestur býr ásamt öllum litríku félögunum sínum á fallegri eyju þar sem ýmislegt getur komið upp á dags daglega. En forvitni Sigga og ævintýra- þrá leiðir iðulega til þess að hann kemur sér í einhvers konar vanda og þá er ekki verra að eiga úrræðagóða vini sem nota hugmyndaflugið og sköpunargleðina til að leysa allt sem upp á kemur. Um leið læra þau öll eitthvað nýtt á hverjum degi. Sögurnar um Sigga sebrahest og félaga eru eftir enska barnabókahöfundinn Brian Paterson og hafa notið mikilla vin- sælda allt frá því þær komu fyrst út 2002. Hver saga er um 11 mínútur að lengd. VOD 88 mín Teiknimyndir með íslensku tali um Sigga sebrahest og félaga hans Útgefandi: Myndform BARNAEFNI 22. september Myndir mánaðarins 25