Myndir mánaðarins September 2017 tbl. 284 bíóhluti | Page 16

Væntanlegt í október Tree Gelbman hefur fulla ástæðu til að öskra enda finnst henni lítið gaman að vakna í sífellu að morgni afmælisdags síns, bara til þess að vera myrt að kvöldi hans. Það er Jessica Rothe sem leikur Tree. Til hamingju með afmælið Tryllirinn Happy Death Day er væntanlegur í bíó 13. október en hann er eftir Christopher Landon sem leikstýrði síðast hinu þrælskemmtilega uppvakningagríni Scouts Guide to the Zombie Apocalypse. Hér segir frá Tree Gelbman sem dag einn vaknar upp í ókunnugu rúmi á skólavist og botnar ekkert í hvernig hún komst þangað. Um það þýðir þó lítið að hugsa því Tree á afmæli í dag og ákveður að gera bara gott úr öllu og drífa sig heim. Dagurinn breytist hins vegar í skelfingu um kvöldið þegar á hana er ráðist og hún er myrt á hrottalegan hátt af grímuklæddum fanti. En um leið og Tree deyr vaknar hún upp aftur í ókunnuga rúminu á skólavistinni að morgni af- mælisdagsins – eins og þetta hafi allt saman verið draumur. Hvað er eiginlega í gangi? Tree reynir að segja meðleigjanda sínum og vinkonu frá því að hún sé að endurupplifa sama daginn aftur og aftur og að í hvert sinn sé hún myrt að kvöldi hans en vinkonan á bágt með að trúa þeirri sögu, enda frekar ótrúleg. 16 Myndir mánaðarins Vísindahasarinn Geostorm verður frumsýndur 20. október en hann gerist í náinni framtíð þegar menn hafa fundið upp leið til að stjórna veðrinu. Þar með er í eitt skipti fyrir öll búið að koma í veg fyrir að válynd veður og stormar geti valdið tjóni og mannskaða auk þess sem nú geta menn stjórnað öllu skýjafari og þá um leið því hvar rignir og snjóar og hvar ekki. Þessu fylgir auðvitað mikið hagræði en um leið áhætta því hvað gerist ef valdagráðugir glæpamenn ná að brjótast inn í kerfið og yfirtaka það? Með aðalhlutverkin í Geostorm fara þau Gerard Butler, Abbie Cornish, Ed Harris og Robert Sheehan en leikstjóri og handrits- höfundur er Dean Devlin sem á að baki langan og farsælan feril sem framleiðandi en settist hér í leikstjórastólinn í fyrsta sinn. Þegar líkin byrja skyndilega að hrann- ast upp nánast beint fyrir framan nefið á lögreglunni bendir rannsókn á þeim og öllum aðstæðum til að morðinginn sé hinn illi og uppfinningasami John Kramer, öðru nafni Jigsaw. Vandamálið er að Jigsaw hefur verið dauður í tíu ár. Spennutryllirinn Jigsaw verður frum- sýndur í byrjun hrekkjavökunnar 27. október, en hann er sjálfstætt framhald af Saw-myndunum sem James Wan byrjaði á árið 2004 og nutu mikilla vinsælda. Við kynnum þessa mynd betur í næsta blaði, en stiklan úr henni er alveg mögnuð og gefur góða von um að myndin í heild sé það líka. Callum Keith Rennie og Clé Bennett leika lögreglumennina Hall- oran og Keith sem fá það verkefni að góma fjöldamorðingjann.