Lowlife – On Chesil Beach
Teningunum er kastað
Þegar svívirðileg tilraun til að selja líffærin úr nokkrum hótelgestum í Los Angeles fer úrskeiðis fá nokkrir einstaklingar tækifæri til að láta til sín taka .
Lowlife er kolsvört kómedía sem var frumsýnd á Fantasia-kvikmyndahátíðinni í Kanada í fyrra og hefur síðan gert það gott á fjölmörgum kvikmyndahátíðum . Um leið hefur hún notið vaxandi vinsælda þeirra sem kunna að meta „ öðruvísi “ myndir enda er hún þegar búin að fá á sig orð sem ein af „ cult “ -myndum ársins 2017 . Hér kynnumst við nokkrum ólíkum einstaklingum sem flækjast óvart inn í annarra manna glæpi og neyðast til að bregðast við , hvert og eitt á sinn hátt ...
Punktar ............................................................................................ HHH1 / 2 - Variety HHH1 / 2 - Hollywood Reporter HHH1 / 2 - IndieWire l Lowlife hefur fengið fína dóma og hefur verið lýst sem velheppnuðu tilbrigði við Pulp Fiction . Grínið er mikið og atburðarásin er ekkert endilega í réttri tímaröð .
VOD
96 mín
Aðalhl .: Nicki Micheaux , Ricardo Adam Zarate og Jon Oswald Leikstj .: Ryan Prows Útgefandi : Myndform
Glæpagrín
VOD
105 mín
Aðalhlutverk : Saoirse Ronan , Billy Howle , Emily Watson og Samuel West Leikstjórn : Dominic Cooke Útg .: Myndform
Drama / rómantík
5 . október
5 . október
Jon Oswald , Nicki Micheaux og Santana Dempsey í hlutverkum sínum í Lowlife en svo til allar persónur myndarinnar eiga það sameiginlegt að vera frekar skrítnar skrúfur .
Ekki er sopið kálið ...
Það er ást við fyrstu sýn þegar þau Edward og Dolores hittast í fyrsta sinn árið 1962 og áður en varir eru þau orðin hjón . Babb kemur hins vegar í bátinn í brúðkaupsferðinni því hvorugt þeirra hefur kynnst kynlífi áður .
On Chesil Beach er stórskemmtileg saga , fyndin og rómantísk , og verður að sjálfsögðu dálítið vandræðaleg ( á góðan hátt ) þegar kvölda tekur á brúðkaupsnótt þeirra Edwards og Dolores . Þótt þau hafi þekkst um nokkurt skeið hafa þau varla snert hvort annað og því síður sængað saman . Þeim sem ekki hafa lesið söguna er enginn greiði gerður með því að segja nánar frá hvað gerist , en við mælum heilshugar með þessari mynd fyrir alla unnendur vandaðra breskra mynda ...
Punktar ............................................................................................ HHHHH - Variety HHHH1 / 2 - L . A . Times HHHH1 / 2 - Globe and Mail HHHH - N . Y . Times HHHH - W . Post HHH1 / 2 - Entertainment Weekly
l Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu hins margverðlaunaða breska rithöfundar Ians McEwan sem skrifaði m . a . bókina Atonement , en eftir henni var samnefnd Óskarsverðlaunamynd gerð árið 2007 og lék Saoirse Ronan einnig veigamikið hlutverk í henni . Ian ákvað að skrifa sjálfur handritið að On Chesil Beach og þess ber að geta að sagan hefur komið út í íslenskri þýðingu Ugga Jónssonar og nefnist Brúðkaupsnóttin .
l Atriðin í myndinni sem gerast á ströndinni eru í raun tekin upp á Chesil-ströndinni í Dorset á Englandi , nærri bænum Weymouth .
l Þetta er fyrsta bíómynd leikstjórans Dominics Cooke sem á þó langan feril að baki sem leikstjóri í breskum leikhúsum .
Þau Saoirse Ronan og Billy Howle þykja sýna snilldarleik sem hjónin nýgiftu , Florence og Edward .
Myndir mánaðarins 15