Myndir mánaðarins Október 2018 tbl. 297 BR-DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 14
The Padre
Hefndin kostar tvær grafir
The Padre er glæný mynd sem verður (var) frumsýnd í bandarískum kvik-
myndahúsum 28. september en kemur út beint á VOD-leigunum hér á landi.
Tim Roth leikur hér þjóf og fyrrverandi fanga sem er á flótta í Kólumbíu undan
bandarískum lögreglumanni, Nemes, sem er einnig fyrrverandi tengdafaðir hans.
Á flóttanum hittir „Padre“, eins og flóttamaðurinn er kallaður, stúlku sem ákveður
að ganga í lið með honum með því skilyrði að þau flýi til Bandaríkjanna þar sem
hún á systur. En áður en sú vegferð hefst þurfa þau að verða sér úti um peninga ...
Punktar ............................................................................................
The Padre er eftir leikstjórann Jonathan Sobol sem sent hefur frá sér tvær mjög
góðar myndir, A Beginner’s Guide to Endings (2010) og The Art of the Steal (2013).
l
l
92
VOD
mín
Aðalhlutverk: Nick Nolte, Tim Roth, Marie Paquim og Luis
Guzmán Leikstjórn: Jonathan Sobol Útgefandi: Sena
Spennumynd
4. október
Hjónin Jason Sudeikis og Olivia Wilde léku á als
oddi þegar þau mættu á forsýningu mynd-
arinnar Life Itself í Hollywood 13. september,
en Olivia fer með stórt hlutverk í henni.
14
Myndir mánaðarins
Kíkið endilega á alveg þrælgóða stikluna úr þessari mynd.
Nick Nolte leikur lögreglumanninn Nemes sem er staðráðinn í að handsama
þjófinn, flóttamanninn og fyrrverandi tengdason sinn, „The Padre“ (Tim Roth).
Blake Lively gaf aðdáendum sjálfur á báða bóga
þegar hún heimsótti London 18. september til
að vera viðstödd forsýningu á myndinni A
Simple Favor sem hlotið hefur afar góða dóma.
Jack Black hoppar hér hæð sína 18. september
þegar hann varð þess heiðurs aðnjótandi
að hljóta sína eigin stjörnu í Walk of Fame-
gangstéttinni á Hollywood-breiðstrætinu.