Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 24
Hjartasteinn
Sumarið sem breytti öllu
Einstök og eftirminnileg saga um tvo drengi, Kristján og Þór
sem búa í fámennu sjávarþorpi, og hvernig allt þróast og
breytist í lífi þeirra þegar annar þeirra verður hrifinn af stúlku
um leið og hinn uppgötvar að hann ber ástarhug til vinar síns.
Hjartasteinn er fyrsta mynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar í
fullri lengd en hann á að baki nokkrar stuttmyndir, þar á meðal
verðlaunamyndirnar Ártún og Hvalfjörður. Hjartasteinn hefur að
undanförnu farið sigurferðir á ýmsar kvikmyndahátíðir erlendis,
sankað að sér hverjum verðlaununum á fætur öðrum og hlotið
hreint frábæra dóma bæði gagnrýnenda og áhorfenda. Ekki síst
þykja þeir Blær Hinriksson og Baldur Einarsson, sem eru hér báðir
að leika í sinni fyrstu bíómynd, sýna gríðarlegt öryggi og leikskiln-
ing í vandasömum aðalhlutverkum vinanna Þórs og Kristjáns.
Þess utan er Hjartasteinn óaðfinnanlega gerð og leikin í alla staði
og sviðið, sem segja má að sé að stórum hluta sjálf náttúra Íslands,
hefur vakið mikla athygli og er stórkostlega fangað af kvikmynda-
tökumanninum Sturlu Brandth Grøvlen. Þetta er mynd sem enginn
ætti að missa af, en hún kemur út á DVD 17. október.
Hjartasteinn
Uppvaxtarsaga
DVD
129
VOD
mín
Aðalhlutverk: Baldur Einarsson, Blær Hinriksson, Diljá Valsdóttir,
Katla Njálsdóttir, Jónína Þórdís Karlsdóttir, Rán Ragnarsdóttir, Nína
Dögg Filippusdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Søren Malling
Leikstjórn: Guðmundur Arnar Guðmundsson Útgefandi: Sena
17. október
Þeir Blær Hinriksson og Baldur Einarsson leika vinina Þór og Kristján
af miklu öryggi og skapa persónur sem enginn áhorfandi gleymir.
Punktar ....................................................
Hjartasteinn var að mestu tekin upp haustið 2015 í Borgarfirði
eystri, Seyðisfirði, Vopnafirði og Dyrhólaey.
l
Myndin hefur hlotið fjölda verðlauna á kvikmyndahátíðum og var
tilnefnd til sextán Edduverðlauna ... sem hún hlaut síðan í níu
flokkum, fyrir leikstjórn, handrit, kvikmyndatöku, klippingu, bún-
inga, sviðsmynd, besta leik í aðalhlutverki karla , besta leik í auka-
hlutverki kvenna og sem besta íslenska mynd ársins 2016.
l
Höfundur Hjartasteins er Guðmundur Arnar Guðmundsson, en
sagan í myndinni er að hluta til sótt í hans eigin reynslubanka.
24
Myndir mánaðarins
Diljá Valsdóttir og Katla Njálsdóttir eru ekki síður en strákarnir
frábærar í hlutverkum sínum sem vinkonurnar Beta og Hanna.