Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 23

Transformers : The Last Knight
Veldu þér hetju
Fimmta og síðasta Transformers-myndin sem stórmyndakóngurinn Michael Bay leikstýrir er sú dýrasta af þeim öllum og um leið ein dýrasta mynd kvikmyndasögunnar en hún er talin hafa kostað nálægt 300 milljónum dollara í framleiðslu .
Það er alveg ljóst að aðdáendur þessarar vinsælu kvikmyndaseríu hafa ekki orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með Transformers : The Last Knight en hún er þess utan tæknilegt afrek í alla staði og mikil veisla fyrir augu og eyru allra sem kunna að meta ævintýri og hasar .
Við förum ekki út í að segja frá því sem gerist í myndinni enda er söguþræðinum ætlað að koma áhorfendum verulega á óvart .
Transformers : The Last Knight Ævintýri / Hasar
VOD
149 mín
Aðalhlutverk : Mark Wahlberg , Laura Haddock , Jerrod Carmichael , John Goodman , Isabela Moner , Anthony Hopkins , Josh Duhamel og Stanley Tucci Leikstjórn : Michael Bay Útgefandi : Síminn og Vodafone
15 . október
Transformers : The Last Knight er alveg gríðarlega tilkomumikil mynd enda var ekkert til sparað við gerð hennar . Þeir sem kunnu að meta fyrri myndirnar fjórar munu örugglega kunna að meta þessa .
Punktar .................................................... HHHH - The Telegraph HHH1 / 2 - New York Daily News HHH - Time Out HHH - Entert . Weekly HHH - Variety
l Myndin var að mestu leyti tekin upp á Englandi og það má nefna að í henni er að finna þráðbeinar tilvísanir í söguna af Artúri konungi og riddurum hringborðsins . Atriðin sem gerast innan borgarmarka voru að mestu tekin upp í Newcastle . Af öðrum tökustöðum myndarinnar má nefna Kúbu og er það í annað sinn , á eftir Fast & Furious 8 , sem Hollywoodmynd er tekin upp þar í landi .
Veistu svarið ? Michael Bay fékk leyfi breskra yfirvalda til að taka hluta myndarinnar upp við Stonehenge og fyrir utan bústað breska forsætisráðherrans í Downing-stræti í miðborg Lundúna . Númer hvað er húsið ?
Fimm af aðalleikurum myndarinnar stilla sér hér upp á Comic Conkvikmyndaráðstefnunni . Þetta eru f . v . Jerrod Carmichael , Isabela Moner , Anthony Hopkins , Laura Haddock og Mark Wahlberg en fyrir utan þau leika þeir John Goodman , Josh Duhamel og Stanley Tucci stór hlutverk .
10 .
Myndir mánaðarins 23