Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 21

Rough Night ð iki of m Slett úr klaufunum Gamanmyndin Rough Night segir frá fimm vinkonum sem ákveða að leigja saman strandhús og skella sér út á lífið í til- efni þess að ein þeirra er að fara að gifta sig. Til að byrja með gengur allt vel og vinkonurnar fimm skemmta sér konunglega eða allt þar til óvænt atvik setur risastórt strik í reikninginn. Já, já, það er auðvitað alltaf gaman að hitta vini og skemmta sér en í tilfelli vinkvennanna Jess, Blair, Pippu, Alice og Frankie breytist gleðin í angist þegar ein þeirra verður strippara að bana, alveg óvart. Í örvæntingu taka vinkonurnar ákvörðun um að hringja ekki á lögregluna heldur breiða yfir aðkomu sína að málinu, en sú ákvörðun er auðvitað rakin uppskrift að enn verri vandræðum ... Vinkonurnar Blair, Alice, Jess, Pippa og Frankie eru leiknar af þeim Zoë Kravitz, Jillian Bell, Scarlett Johansson, Kate McKinnon og Ilönu Glazer. Rough Night Punktar .................................................... Gamanmynd HHHH - Indiewire HHH 1/2 - Variety HHH - Total Film HHH - Time Out N.Y. HHH - The Guardian HHH - Time 101 VOD mín Aðalhlutverk: Scarlett Johansson, Zoë Kravitz, Kate McKinnon, Jillian Bell, Ilana Glazer, Ty Burrell, Colton Haynes og Dean Winters Leikstjórn: Lucia Aniello Útgefandi: Sena 12. október Þeir sem þekkja vel til svartra bandarískra kómedía kannast áreið- anlega við þemað í Rough Night, en segja má að hún sæki grunn- söguna í myndirnar Very Bad Things, Stag og jafnvel í myndina Weekend at Bernie’s, sem var ein af aðalgrínmyndum ársins 1989. l Rough Night er fyrsta bíómynd Luciu Aniello, sem bæði leikstýrir, framleiðir og skrifar handritið. Lucia er samt enginn nýgræðingur í kvikmyndagerð og á meðal fyrri verka hennar má nefna þriggja þátta sjónvarpsseríuna Time Traveling Bong sem mörgum þótti afar góð og frumleg. Lucia er nú að skrifa sína næstu mynd sem verður afbrigði af 21 Jump Street, en með konum í aðalhlutverkunum. l Til að byrja með er alveg ægilega gaman en það á eftir að breytast. Veistu svarið? Scarlett Johansson hefur í gegnum árin sýnt að hún getur leikið hvað sem er og er jafnvíg í hinum ýmsu gaman-, drama-, spennu-, hasar- og ofurhetjuhlutverkum auk þess að vera eftirsótt í talsetningar. En í hvaða fantasíu lék hún síðast? Eins og allir vita þá er besta leiðin til að díla við stress og óvænt áföll að fá sér pítsur, eða það segja þær Pippa og Blair alla vega. Ghost in the Shell. Myndir mánaðarins 21