Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 20

Fast The & Mummy Furious 8 Það þarf skrímsli til að stöðva skrímsli Eftir að ævintýramaðurinn Nick Morton finnur fyrir tilviljun kistu hinnar fornu prinsessu Ahmanet sem var grafin lifandi á sínum tíma fyrir hrottalegan glæp ákveður hann að fylgja múmíu hennar til Lundúna. Það hefði hann ekki átt að gera. The Mummy er hin sígilda saga um baráttuna á milli góðs og ills en þegar Ahmanet prinsessa var kviksett sór hún þess eið að snúa aftur og eyða mannkyninu eins og það lagði sig í hefndarskyni. Sá eini sem á nokkra möguleika á að koma í veg fyrir það er maðurinn sem leysti anda hennar úr læðingi, Nick Morton, en hvernig í ver- öldinni glímir maður við þá ægikrafta sem hin illa múmía býr yfir? Tom Cruise leikur ævintýramanninn Nick Morton í The Mummy og Annabelle Wallis leikur fornleifafræðinginn Jenny Halsey. Punktar .................................................... The Mummy Ævintýri / Tryllir HHH 1/2 - Entertainment Weekly HHH 1/2 - USA Today HHH - Telegraph HHH - Empire HHH - Total Film Leikstjóri myndarinnar, Alex Kurtzman, á gæfuríkan feril að baki sem framleiðandi og hefur sem slíkur staðið að gerð fjölda þekktra bíómynda og sjónvarpsþátta allt frá árinu 1999. The Mummy er hins vegar önnur myndin sem hann leikstýrir sjálfur en sú fyrri var fjöl- skyldudramað og „feel-good“-myndin People Like Us. l 107 DVD mín Aðalhlutverk: Tom Cruise, Sofia Boutella, Annabelle Wallis, Russell Crowe, Jake Johnson, Courtney B. Vance og Marwan Kenzari Leikstjórn: Alex Kurtzman Útgefandi: Myndform 12. október The Mummy sækir að hluta til efni sitt í samnefnda Boris Karloff- mynd frá árinu 1932 en hún tilheyrði þess tíma skrímslamyndaseríu Universal-kvikmyndaversins sem naut mikilla vinsælda kvikmynda- húsagesta á fjórða og fimmta áratugnum. Þar voru sagðar sögur af Frankenstein, ósýnilega manninum, Úlfmanninum, Drakúla og fleiri þekktum persónum hrollvekjanna. Um leið er The Mummy fyrsta myndin í endurræsingu þessarar seríu sem héðan í frá kallast Dark Universe-serían. Önnur myndin í henni er væntanleg 2019 og er þar um að ræða endurgerð annarrar frægrar Boris Karloff-myndar, Bride of Frankenstein, sem var gerð árið 1935 og leikstýrt af James Whale. l Russell Crowe leikur dr. Henry Jekyll í The Mummy og á eftir að hafa mikil og afdrifarík áhrif á atburðarásina. Veistu svarið? Sú sem leikur Ahmanet prinsessu er Sofia Boutella, en hún er frá Alsír. Aðdáendur Star Trek muna eftir henni í hlutverki Jayluh í Star Trek Beyond en hún lék líka nýverið í vinsælli mynd þar sem Charlize Theron fór með aðalhlutverkið. Hvaða mynd? Eftir að kista prinsessunnar illu, Ahmanet, er komin um borð í flugvélina sem á að flytja hana til London verður ekki aftur snúið. Atomic Blonde. 20 Myndir mánaðarins