Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 17

K3 – Free Fire K3 Alltaf saman – að eilífu Fjallhressir teiknimyndaþættir um poppsöngkonurnar Kötu, Kylie og Kim sem í tónleikaferðum sínum um heiminn lenda í ótrúlegustu ævintýrum. Krökkum á öllum aldri er hér boðið með í tónleikaferðir um víða veröld með þeim Kötu, Kylie og Kim sem saman nefna sig K3. Þær eru æskuvinkonur sem fyrir utan sönginn og að koma fram á tónleikum slá aldrei hendinni á móti öðrum ævintýrum sem þeim býðst að taka þátt í á ferðum sínum, hvort sem þau snúast um að góma fingralanga, berjast við skrímsli eða hjálpa þeim sem minna mega sín í veröldinni. Þetta er safn númer fimm í seríunni, þættir 32 til 38. Punktar ............................................................................................ Þættirnir um þær Kötu, Kylie og Kim eru framleiddir af sama fyrirtæki og gerði þættina um Mæju býflugu, Vigga víking, Heiðu og Artúr og mínímóana. l VOD 95 mín Teiknimyndir með íslensku tali um K3-sönghópinn Útgefandi: Myndform 6. október Barnaefni Free Fire Ef einn byrjar byrja allir Tvö glæpagengi, annars vegar vopnakaupendur og hins vegar vopnasalar, hittast í vöruskemmu í Boston árið 1978 til að klára viðskiptin. Vantraust er í loftinu og þegar einn úr öðru genginu slær til annars fer allt úr böndunum. Free Fire er nýjasta mynd breska leikstjórans Bens Wheatley sem vakið hefur verulega athygli á undanförnum árum fyrir sérstakar myndir sínar, sér í lagi fjórar þær síðustu, Kill List, Sightseers, A Field in England og High-Rise. Segja má að í Free Fire leiki hann sér með svipaða hugmynd og Quentin Tarantino gerði í Reservoir Dogs, en myndin gerist nánast öll í rauntíma í fyrrnefndri vöruskemmu og inni- heldur alveg örugglega mikið af hinum dökka og ískalda húmor Bens ... Punktar ............................................................................................ HHHH - Entertainment Weekly HHHH - L.A. Times HHHH - Indiewire HHHH - Time Out HHHH - Empire HHHH - Screen International HHHH - Variety HHHH - The Telegraph HHHH - The New York Times Free Fire hefur, eins og sést á stjörnu- gjöfinni hér fyrir ofan, hlotið afar góða dóma margra virtra gagnrýnenda, en er samt alveg örugglega ekki fyrir fólk sem þolir ekki byssur, blóð og liðin lík. l Myndin hlaut Midnight Madness- verðlaunin svokölluðu á kvikmynda- hátíðinni í Toronto og var tilnefnd til óháðu bresku kvikmyndaverðlaunanna fyrir leikstjórn og leikhóp, en nánast allir sem leika í henni eru vel þekktir breskir og bandarískir leikarar auk suðurafríska leikarans ágæta, Sharltos Copley. l VOD 91 mín Aðalhl.: Sharlto Copley, Armie Hammer, Brie Larson og Cillian Murphy Leikstj.: William Monahan Útgef.: Sena Spennumynd 12. október Hluti af öðru genginu mætir á svæðið. Myndir mánaðarins 17