Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 16

47 Meters Down Ekki anda of ört
Mojave
47 Meters Down – Mojave
Spennumynd
VOD
Aðalhl .: Oscar Isaac , Garrett Hedlund og Mark Wahlberg Leikstj .: William Monahan Útgef .: Myndform
Spennumynd
VOD
89 mín
Aðalhlutverk : Mandy Moore , Claire Holt og Matthew Modine Leikstjórn : Johannes Roberts Útgefandi : Sena
5 . október
93 mín
6 . október
47 Meters Down Ekki anda of ört
Systurnar Kate og Lisa eru í Mexíkó þegar þær ákveða að kafa í hákarlabúri og komast í návígi við hina risastóru hvítu hákarla sem hafast við undan ströndinni . En þegar trosnuð taugin sem tengir búrið við bátinn slitnar sökkva þær með því til botns . Og þá verða góð ráð heldur betur dýr .
47 Meters Down er mynd sem fær áhorfendur til að halda niðri í sér andanum af spenningi . Eftir að þær Kate og Lisa sökkva til botns , sem er á 47 metra dýpi , blasa við þeim nokkur mjög alvarleg vandamál . Í fyrsta lagi hafa þær ekki súrefnisbirgðir nema til mjög skamms tíma og sennilega miklu minna en nóg til að bíða eftir björgun . Í öðru lagi geta þær ekki synt hratt upp á yfirborðið vegna hættu á að fá kafaraveiki . En stærsta vandamálið er auðvitað risastórir hvítir hákarlar sem hefðu sannarlega ekkert á móti því að gæða sér á systrunum við fyrsta tækifæri ...
Punktar ............................................................................................ HHHH - New York Daily News HHH1 / 2 - H . Reporter HHH1 / 2 - Variety
HHH - Empire HHH - Time Out HHH - L . A . Times HHH - CineVue l Eins og gefur að skilja gerist veigamesti hluti 47 Meters Down í undirdjúpunum en þau atriði þykja meistaravel gerð . Frá því að þær systur fara ofan í djúpið líður áhorfendum hreint og beint eins og þeir séu með þeim , sérstaklega eftir að taugin slitnar og búrið sem þær eru í sekkur til botns og áhorfendur fara að átta sig á aðstæðum þeirra . Spennan verður gríðarleg , hrökkviatriðin eru mörg og margvísleg og hafa margir gagnrýnendur sagt þessi atriði vera þau bestu sem sést hafa í hákarlamynd , ekki síst vegna frábærrar kvikmyndatöku Marks Silk .
Mojave
Systurnar Kate og Lisa eru leiknar af þeim Claire Holt og Mandy Moore .
Þú endar eins og þú óskar þér Listamaðurinn Tom er á barmi örvæntingar og íhugar sjálfsmorð . Morgun einn ekur hann út í Mojave-eyðimörkina með djöfla sína í eftirdragi og hefði sennilega endað líf sitt ef hann hefði ekki hitt hinn dularfulla Jack .
Mojave er mynd sem margt kvikmyndaáhugafólk á eftir að kunna að meta . Þetta er margslungin saga sem hefst á dramatískum nótum en þróast síðan út í spennandi sakamálasögu með fantasíuívafi þar sem hver fléttan rekur aðra og ekkert er eins og það sýnist . Þess ber þó að geta að myndin , sem var frumsýnd á Tribecakvikmyndahátíðinni , krefst mikils af áhorfandanum og er langt frá því að vera léttmeti sem fer inn um annað og út um hitt , heldur býr að baki sögunni ákveðin tilverupæling sem áhorfendum er eftirlátið að uppgötva upp á eigin spýtur ...
Punktar ............................................................................................ HHHHH - Chicago Sun-Times HHH1 / 2 - L . A . Times HHH1 / 2 - Indiewire HHH1 / 2 - Time HHH - RogerEbert . com HHH - The New York Times
l Mojave er eftir William Monahan sem einnig skrifaði handritið , en hann á sem leikstjóri að baki myndina London Boulevard og sem handritshöfundur hinar góðu myndir The Departed , Kingdom of Heaven , Edge of Darkness , Body of Lies og The Gambler .
l Mark Wahlberg leikur aukahlutverk í Mojave og er það í fyrsta skipti í mörg ár sem hann leikur ekki aðalhlutverkið í mynd sem hann er í . Hermt er að Mark hafi tekið að sér hlutverkið vegna vinskapar síns við þá William Monahan og Garrett Hedlund en hann hefur unnið með þeim báðum áður .
Garrett Hedlund leikur annað aðalhlutverkið í Mojave .
16 Myndir mánaðarins