Myndir mánaðarins Nóvember 2017 tbl. 286 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 19
One Percent More Humid – American Violence
One Percent More Humid
Það er erfiðast að fyrirgefa sjálfri sér
Æskuvinkonurnar Iris og Catherine hittast aftur eitt sumar á æskuslóðun-
um og þurfa að takast á við það skelfilega atvik úr fortíðinni þegar vinkona
þeirra lét lífið í slysi sem þær sjálfar sluppu líkamlega óskaddaðar frá.
Hér er á ferðinni áhrifarík mynd eftir leikstjórann og handritshöfundinn Liz W.
Garcia sem segja má að snúist um uppgjör við hluti sem verða ekki teknir aftur
og sektarkenndina sem fylgir, en þær Iris og Catherine þjást af því sem kallað er
„sektarkennd eftirlifenda“ og þurfa auk þess að lifa með sorginni. Og eins og það
sé ekki nóg kenna ýmsir þeim um slysið og dauða vinkonunnar. Til að geta haldið
áfram með lífið verða þær að gera málið upp og freista þess að ná sátt ...
Punktar ............................................................................................
One Percent More Humid var frumsýnd á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York í
apríl þar sem hún var tilnefnd til dómnefndarverðlaunanna sem besta bandaríska
myndin og Alessandro Nivola hlaut fyrstu verðlaun fyrir leik sinn í henni.
l
96
VOD
mín
Aðalhl.: Juno Temple, Julia Garner, Alessandro Nivola
og Maggie Siff Leikstjórn: Liz W. Garcia Útg.: Sena
9. nóvember
Drama
Julia Gardner og Juno Temple leika vinkonurnar Catherine og Iris í myndinni.
American Violence
Allir glæpir eiga sér forsögu
Afbrotafræðingurinn Amanda Tyler er fengin til að rannsaka morðingjann
Jackson Shea og gjörðir hans í því skyni að ákvarða hvort Jackson verði
tekinn af lífi eða leyft að lifa. En saga Jacksons er flóknari en sýnist í fyrstu.
Jackson Shea er margdæmdur ofbeldismaður og morðingi sem eftir síðasta
morðið sem hann framdi innan veggja fangelsisins hefur verið settur í einangrun
og dæmdur til dauða. Til stendur að aftakan fari fram eftir 72 klukkustundir.
En Jackson á einn séns eftir. Honum er gert að ræða við afbrotafræðinginn
Amöndu Tyler sem hefur það í hendi sér að ákvarða hvort sjálfvirk áfrýjun
Jacksons verði tekin til greina eða ekki. Mun saga hans breyta einhverju?
Punktar ............................................................................................
Leikstjóri myndarinnar, Timothy Woodward Jr., á að baki fjölda mynda, þar á
meðal The Good, the Bad, and the Dead, 7 Faces of Jack the Ripper og Hickok.
l
VOD
107
mín
Aðalhl.: Denise Richards, Kaiwi Mersereau og Bruce Dern,
Leikstjórn: Timothy Woodward Jr. Útgefandi: Myndform
Spennumynd
10. nóvember
Kaiwi Mersereau og Denise Richards í hlutverkum sínum í American Violence.
Myndir mánaðarins
19