Myndir mánaðarins Nóvember 2017 tbl. 286 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 16
Spider-Man: Homecoming
Vertu hluti af baráttunni
Peter Parker nýtur lífsins með hina nýfundnu hæfileika sína
sem gera hann að köngulóarmanninum. En alvaran er skammt
undan og spurningin er hvort Peter hafi í raun það sem þarf til
að takast á við hættulegustu glæpamenn New York-borgar.
Spider-Man: Homecoming er þriðja endurræsingin á sögunum um
köngulóarmanninn Peter Parker á eftir Sam Raimi-þríleiknum þar
sem Tobey Maguire fór með hlutverk hans og Amazing-myndun-
um tveimur sem Marc Webb leikstýrði 2012 og 2014, en í þeim lék
Andrew Garfield kappann. Ólíkt þeim inniheldur Homecoming þó
ekki upprunasöguna heldur er Peter Parker búinn að vera köngu-
lóarmaðurinn í talsverðan tíma þegar sagan hefst.
Hún hefst reyndar þar sem Captain America: Civil War endaði, á
bardaganum mikla þar sem Spider-Man blandaði sér óvænt í bar-
áttuna. Í framhaldinu nýtur hann síðan liðveislu Tonys Stark sem
getur að sjálfsögðu frætt hann um margt sem Peter á eftir ólært,
en leggur samt áherslu á að hann haldi áfram með líf sitt og skóla-
göngu. Það líður hins vegar ekki á löngu uns Peter fær sitt fyrsta
stórverkefni: Að glíma við hinn illa en gríðaröfluga Adrian Toomes,
öðru nafni The Vulture, eða Hrægamminn á góðri íslensku ...
Spider-Man: Homecoming
Ævintýri
DVD
VOD
133
mín
Aðalhlutverk: Tom Holland, Robert Downey Jr., Michael Keaton, Chris
Evans, Marisa Tomei, Jon Favreau og Zendaya Leikstjórn: Jon Watts
Útgefandi: Sena
9. nóvember
Köngulóarmaðurinn lendir í ýmsum ævintýrum í myndinni en
hættulegasti andstæðingur hans verður Adrian Toomes (Michael
Keaton) sem finnur leið til að breyta sér í hinn öfluga Hrægamm.
Punktar ....................................................
HHHHH - New York Post HHHHH - Total Film
HHHH 1/2 - Chicago Sun-Times HHHH - Entert. Weekly
HHHH - Empire HHHH - Screen HHHH - Time Out
HHHH - Guardian HHHH - CineVue HHHH - IGN
Sagan í myndinni er frumsamin, þ.e. hún er ekki byggð á áður
útgefinni sögu um Spider-Man. Um leið er þetta í fyrsta sinn sem
aðrar hetjur úr Marvel-ofurhetjuheiminum sjást í Spider-Man-mynd.
l
Búningur köngulóarmannsins hefur verið uppfærður í myndinni,
eða öllu heldur bakfærður því hann er mun nær upprunalegum
búningi en hann var í Amazing-myndunum. Sagan hermir samt að
búningurinn sé að einhverju leyti tæknilegri en áður og t.d. notar
köngulóarmaðurinn nú í fyrsta sinn vefvængi til að svífa um.
l
Þessir hraðbankaræningjar eiga sennilega eftir að fá fyrir ferðina.
Veistu svarið?
Eftir að hafa slegið í gegn í leikhúsuppfærslunni
af Billy Elliott sló Tom Holland, sem leikur Peter
Parker í Homecoming, hressilega í gegn í sinni
fyrstu bíómynd árið 2012. Hvaða mynd var það?
The Impossible.
16
Myndir mánaðarins