Myndir mánaðarins Nóvember 2017 tbl. 286 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 15

Siggi sebrahestur Siggi sebrahestur Þættir 47 til 52 Þættirnir um Sigga sebrahest og félaga hafa notið mikilla vinsælda yngstu áhorfendanna og hér koma út sex nýjar teiknimyndir á VOD-leigunum. Siggi sebrahestur býr ásamt öllum litríku félögunum sínum á fallegri eyju þar sem ýmislegt getur komið upp á dags daglega. En forvitni Sigga og ævintýra- þrá leiðir iðulega til þess að hann kemur sér í einhvers konar vanda og þá er ekki verra að eiga úrræðagóða vini sem nota hugmyndaflugið og sköpunargleðina til að leysa allt sem upp á kemur. Um leið læra þau öll eitthvað nýtt á hverjum degi. Sögurnar um Sigga sebrahest og félaga eru eftir enska barnabókahöfundinn Brian Paterson og hafa notið mikilla vin- sælda allt frá því þær komu fyrst út 2002. Hver saga er um 11 mínútur að lengd. VOD 88 mín Teiknimyndir með íslensku tali um Sigga sebrahest og félaga hans Útgefandi: Myndform BARNAEFNI 3. nóvember Þeir Taylor Kitsch og Miles Teller voru flottir í tauinu þegar þeir stilltu sér upp til myndatöku fyrir forsýningu á nýjustu mynd þeirra, Only the Brave, Í Los Angeles 17. október. Jude Law hefur hér sagt eitthvað mjög fyndið við Ellu Fanning við upptökur á atriði í næstu mynd Woodys Allen sem hefur ekki enn hlotið heiti. Myndin er tekin í New York 18. október. Á sama tíma var Nicole Kidman við tökur á myndinni Boy Erased eftir Joel Edgerton, en hún er gerð eftir samnefndri bók Garrards Conley og verður frumsýnd næsta haust. Myndir mánaðarins 15