Myndir mánaðarins MM Maí 2019 DVD BR VOD Tleikir | Page 19

Að synda eða sökkva Mundu bara eftir að anda Að synda eða sökkva (Le grand bain) er einstaklega skemmtileg og launfyndin gamanmynd eftir Gilles Lellouche um átta karla sem hafa hver um sig brennt ýmsar brýr að baki sér. Þeir fá aftur trú bæði á lífið og mátt sinn og megin þegar þeir byrja að æfa saman samhæft sund undir handleiðslu tveggja fyrrverandi afrekskvenna í íþróttinni. „Hin fullkomna feel-good-mynd“ hefur verið sagt um þessa mynd sem margir hafa einnig líkt við bresku verðlaunamyndina The Full Monty sem fór sigurför um heiminn árið 1997. Hér segir af átta körlum sem eru að nálgast miðjan aldur og eiga hver fyrir sig við ýmiskonar tilvistarkreppu að stríða, bæði sem tengist einkalífinu og framabrautinni. Fyrir tilviljun liggja leiðir þeirra saman í sundi þar sem sú hugmynd kviknar að þeir fari að æfa svokallað samhæft sund undir stjórn tveggja afrekskvenna í íþróttinni, en hún hefur hingað til verið talin „kvennaíþrótt“. Þrátt fyrir efasemdir og byrj- unarörðugleika fara karlarnir átta brátt að finna sig í svamlinu og um leið og þeir verða sífellt betri í því fáum við að kynnast hverjum og einum þeirra nánar, vandamálunum sem þeir glíma við og ekki síst hvað það var sem leiddi þá saman í sundhöllinni. Þetta er mynd sem óhætt er að mæla með við alla sem kunna að meta franskan húmor eins og hann gerist bestur. Að synda eða sökkva Gamanmynd Karlarnir átta eru leiknir af nokkrum best þekktu og vinsælustu leikurum Frakka sem óhætt er að segja að fari allir á kostum. 122 VOD mín Aðalhlutverk: Guillaume Canet, Virginie Efira, Mathieu Amalric, Leïla Bekhti, Benoît Poelvoorde, Jean-Hugues Anglade, Marina Foïs, Philippe Katerine og Noée Abita Leikstjórn: Gilles Lellouche Útgefandi: Myndform 10. maí Punktar .................................................... HHHHH - Quest France HHHH - Hollywoood Reporter HHHH - CineSeries HHHH - Observer HHHH - FilmReport Að synda eða sökkva var gamanmynd ársins í Frakklandi 2018 þar sem meira en fjórar milljónir sáu hana í bíó og gagnrýnendur keppt- ust við að lofa hana í hástert. Hún hlaut tíu tilnefningar til frönsku César-kvikmyndaverðlaunanna, þ. á m. sem besta mynd ársins. l Myndin, sem var ein af aðalmyndum Frönsku kvikmyndahátíðar- innar sem haldin var hér á landi 6. til 17. febrúar, er byggð á sönnum atburðum sem gerð voru skil í heimildarmyndinni Men Who Swim árið 2010 um sænskt karlalið í samhæfðu sundi sem hreppti heims- meistaratitilinn í greininni á heimsmeistaramótinu í Mílanó 2009. l Önnur af þjálfurum liðsins, Delphine, er leikin af Virginie Efira. Myndir mánaðarins 19