Myndir mánaðarins MM Maí 2019 DVD BR VOD Tleikir | Page 18
Finding Your Feet – Billi Blikk
Endirinn er bara byrjunin
Þegar Sandra Abbott kemst að því að eiginmaður hennar til 35 ára hefur átt
í ástarsambandi við bestu vinkonu hennar pakkar hún niður í hvelli og flytur
til systur sinnar, Bif, sem býr í London og lumar á ráðum til að hressa systur
sína við. Ekki líður á löngu uns Sandra tekur að átta sig á að það er engin
ástæða til að leggja árar í bát heldur nota tækifærið til að lifa lífinu til fulls!
Þeir sem kunna að meta rómantískar kómedíur, svo ekki sé talað um breskar „feel
good“-myndir eins og þær gerast bestar, eiga eftir að hafa mjög gaman af þessari
hressu og fyndnu mynd þar sem nokkrir af bestu og virtustu leikurum Breta fara
á kostum. Þótt Sandra sé í byrjun bæði döpur og öskureið yfir framkomu eigin-
mannsins byrjar hún að taka gleði sína aftur þegar Bif kynnir hana fyrir danshóp
sem hún er hluti af – og á eftir að reynast það besta sem fyrir Söndru gat komið!
Punktar ..................................................................
HHH 1/2 - R.Ebert.com HHH 1/2 - Variety HHH 1/2 - Entertainment Weekly
HHH - ReelViews HHH - N.Y. Times HHH - L.A. Times HHH - Wash. Post
Þótt Imelda Staunton og Timothy
Spall hafi leikið í tveimur sömu Harry
Potter-myndunum hittust persónur
þeirra ekki í þeim og því telst þetta
vera í fyrsta sinn sem þau leika hvort á
móti öðru í bíómynd. Þau hafa hins
vegar þekkst í rúmlega fimmtíu ár eftir
að hafa hist þegar þau sóttu leiklistar-
nám í Royal Academy of Dramatic Art
á sjöunda áratug síðustu aldar.
l
159
VOD
mín
Aðalhl.: Imelda Staunton, Celia Imrie, Timothy Spall og Jo-
anna Lumley Leikstj.: Richard Loncraine Útg.: Myndform
Gamandrama
10. maí
Þess utan hafa allir aðalleikarar
myndarinnar margoft unnið saman
áður síðastliðna áratugi, bæði í bíó-
og sjónvarpsmyndum og á sviði.
l
Bresku gæðaleikararnir Imelda Staunton og
Timothy Spall leika þau Söndru og Charlie
sem verða bestu vinir og dansfélagar.
Ævintýri í Ástralíu
Teiknimyndirnar um kóalabjörninn Billa Blikk
og félaga eru byggðar á bókum eftir nýsjá-
lenska rithöfundinn Dorothy Wall, en þær
komu út á árunum 1933 til 1937 og hafa allar
götur síðan notið vinsælda víða um heim.
Fyrstu teiknimyndirnar um Billa Blikk voru gerðar
upp úr 1990 og leiddu til tölvuteiknaðrar bíó-
myndar sem var frumsýnd 2017. Í kjölfarið var
gerð ný 16-mynda teiknimyndaröð um Billa og
vini og ævintýri þeirra og kom fyrri hluti hennar,
þ.e. átta þættir, út á sjónvarpsleigunum 15. mars.
Hér er svo seinni hlutinn, sem kemur út 10. maí.
VOD
96
mín
Teiknimyndir með íslensku tali um Billa Blikk og
hina eldhressu félaga hans Útgefandi: Myndform
Barnaefni
18
Myndir mánaðarins
10. maí