Myndir mánaðarins MM Maí 2019 DVD BR VOD Tleikir | Page 16

Mary Poppins Returns Allt er mögulegt, líka hið ómögulega Mary Poppins er komin aftur, 55 árum eftir að samnefnd mynd um hana og Banks-fjölskylduna sló í gegn um allan heim. Í það skiptið var það Julie Andrews sem lék Mary en í þetta sinn er það Emily Blunt sem leikur þessa söngelsku, rammgöldróttu og fljúgandi barnfóstru sem er úrræðagóð með afbrigðum. Myndin gerist um 25–30 árum eftir atburðina í fyrri myndinni og Banks-krakkarnir Michael og Jane eru sjálf orðin fullorðin. Michael býr enn í húsinu við Kirsuberjagötu og á nú þrjú börn á svipuðum aldri og hann og Jane voru þegar Mary Poppins kom fyrst í heim- sókn. Þegar alvarlegur fjölskylduvandi steðjar að sem Banks-fjöl- skyldan á erfitt með að höndla birtist Mary Poppins á ný á heimilinu, staðráðin í að bjarga málunum og alveg viss um að hún geti það ... Mary Poppins Returns Emily Blunt í hlutverki sínu sem barnfóstran góða Mary Poppins og í hlutverkum Banks-krakkanna Johns, Annabel og Georgies eru þau Nathanael Saleh, Pixie Davies og Joel Dawson. Ævintýri / Fjölskyldumynd VOD 139 mín Aðalhlutverk: Emily Blunt, Ben Whishaw, Lin-Manuel Miranda, Emily Mortimer, Julie Walters, Meryl Streep, Colin Firth, Angela Lansbury, David Warner, Pixie Davies, Nathanael Saleh, Joel Dawson og Dick Van Dyke Leikstjórn: Rob Marshall Útgefandi: Síminn og Vodafone 9. maí Punktar .................................................... HHHHH - Telegraph HHHHH - Total Film HHHH 1/2 - N. Y. Post HHHH 1/2 - C. Sun-Times HHHH 1/2 - Hollywood Reporter HHHH 1/2 - Screen HHHH - Empire HHHH - The Observer HHHH - Time Out HHHH - Variety HHHH - CineVue Með stærstu hlutverkin fyrir utan Emily Blunt, Lin-Manuel Miranda og krakkana þrjá fer fjöldi þekktra leikara, þ. á m. Ben Whishaw, Colin Firth, Julie Walters, Meryl Streep, David Warner, Angela Lansbury og Emily Mortimer auk þess sem Dick Van Dyke, sem lék bæði hinn glaðlynda fjöllistamann og sótara Bert og bankastjórann Dawes í fyrri myndinni, leikur nú Dawes yngri, en Dick er nú orðinn 93 ára. l Eins og í 1964-myndinni fara þau Mary Poppins, Jack og Banks-krakk- arnir m.a. í heimsókn til teiknimyndalands þar sem gleðin tekur völd. Veistu svarið? Mary Poppins-myndin sem frumsýnd var í ágúst árið 1964 var tilnefnd til þrettán Óskarsverðlauna á sínum tíma og hlaut fimm þeirra, þar á meðal Julie Andrews fyrir besta leik í aðalhlutverki kvenna. En hver var leikstjóri þeirrar myndar? Hinn glaðlyndi Jack, sem er sannkallaður hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kemur og besti vinur Mary, er leikinn af Lin-Manuel Miranda. Robert Stevenson. 16 Myndir mánaðarins