Myndir mánaðarins MM Maí 2019 DVD BR VOD Tleikir | Page 15
Slaughterhouse Rulez
Heimsókn frá helvíti
Allt verður vitlaust, í orðsins fyllstu merkingu, þegar risastór hola myndast
við breskan heimavistarskóla og upp úr henni skríða alls konar óvættir
sem hefjast handa við að gera nemendum og kennurum skólans lífið leitt.
Slaughterhouse Rulez er hrollvekjuskotinn farsi sem byggður er í kringum frum-
lega sögu af sannkallaðri heimsókn frá helvíti en inniheldur um leið tilvísanir í
fjölmargar breskar myndir, allt frá If ... til Shaun of the Dead og Hot Fuzz, og jafnvel
í Harry Potter-myndirnar. Leigðu hana og þá færðu að sjá hvernig persónur mynd-
arinnar bregðast við skrímslum sem ætla sér að breyta þeim öllum í blóðkökur ...
Punktar ..................................................................
Slaughterhouse Rulez er framleidd af
þeim félögum Simon Pegg og Nick
Frost og er um leið fyrsta myndin sem
framleiðslufyrirtæki þeirra, Stolen
Picture, sendir frá sér. Þeir leika líka
báðir í myndinni.
l
Í myndinni er að finna fjölmargar
tilvísanar í aðrar breskar myndir, ekki
síst í myndina If ... frá árinu 1969 sem
Lindsay Anderson leikstýrði og Malc-
olm McDowell lék aðalhlutverkið í.
l
Í raun er enginn sérstakur í „aðalhlut-
verki“ hér því persónum og leikendum
ægir saman í fjölmörgum og fjöl-
breyttum sketsum sem saman mynda
eina heild að lokum. Fyrir utan þau
sem nefnd eru í kreditlistanum hér t.v.
leika þau Tom Rhys Harries, Finn Cole,
Hermione Corfield og Isabella Laugh-
land stór hlutverk í myndinni.
l
99
VOD
mín
Aðalhl.: Simon Pegg, Margot Robbie, Asa Butterfield,
Michael Sheen og Nick Frost Leikstj.: C. Mills Útg.: Sena
Grínhrollur/farsi
9. maí
Justin Theroux var í New York á dögunum að
taka upp atriði í tryllinum False Positive eftir
John Lee sem til stendur að frumsýna haustið
2020. Pierce Brosnan leikur hitt aðalhlutverkið.
Hailey Baldwin, sem nú ber reyndar ættarnafnið
Bieber eftir að hún og Justin Bieber gengu í
hjónaband, er dugleg í ræktinni og mætir hér
í pilates-tíma í Los Angeles 18. apríl.
Simon Pegg og Michael Sheen leika
kennarann Meredith og skólameistarann
„The Bat“ sem bregðast misjafnlega við
skrímslunum sem komin eru í heimsókn.
Þarna faðmast þau Hugh Grant og Nicole
Kidman á Manhattan í New York 16. apríl þar
sem þau voru að leika í nýrri sex-þátta sjón-
varpsseríu eftir David E. Kelley, The Undoing.
Myndir mánaðarins
15