Myndir mánaðarins MM Maí 2019 DVD BR VOD Tleikir | Page 12
Vice
Hann er maðurinn
Kvikmyndin Vice fjallar á gamansaman en flugbeittan hátt um
Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna í stjórn
Georges W. Bush á árunum 2001 til 2009, en Cheney notaði
áhrif sín og völd til að fara sínu fram og er margt af því sem
hann gerði verulega umdeilt og verður það um ókomin ár.
Leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur er Adam McKay sem
sendi síðast frá sér hina margföldu verðlaunamynd The Big Short
en hún er að margra mati ein besta mynd sem gerð hefur verið
um bankahrunið 2008. Hér leikur hann sér að því að draga upp á
yfirborðið ýmislegt sem Dick Cheney kom til leiðar á sínum stjórn-
málaferli og um leið kynnumst við sögu hans, allt frá því að hann
kom fyrst fram á sjónarsvið stjórnmálanna á áttunda áratug síðustu
aldar, en Cheney hafði víða komið við áður en hann varð varaforseti.
Christian Bale og Amy Adams leika Dick og Lynne Cheney en fyrir
leik sinn hlaut Christian Golden Globe-verðlaunin og Amy hlaut til-
nefningu til þeirra. Bæði voru þau síðan tilnefnd til BAFTA- og Óskars-
verðlauna og myndin sjálf sem besta mynd ársins í báðum tilfellum.
Vice
Sannsögulegt / Gamanmynd
DVD
132
VOD
mín
Aðalhlutverk: Christian Bale, Amy Adams, Steve Carell, Sam Rock-
well, Tyler Perry, Eddie Marsan, LisaGay Hamilton, Jesse Plemons og
Lily Rabe Leikstjórn: Adam McKay Útgefandi: Myndform
3. maí
Punktar ....................................................
HHHHH - Los Angeles Times HHHHH - Hollywood Reporter
HHHH 1/2 - N. Y. Post HHHH 1/2 - USA Today HHHH - IGN
HHHH - Rolling Stone HHHH - Empire HHHH - Guardian
HHHH - Time Out HHHH - Total Film HHHH - Entert. W.
Fyrir utan að vera talin ein besta og skemmtilegasta mynd ársins
2018 af mörgum gagnrýnendum hefur Vice verið hlaðin verðlaun-
um og viðurkenningum, þ. á m. sex Golden Globe-tilnefningum
þar sem Christian Bale hlaut verðlaunin fyrir besta leik í aðalhlut-
verki, sex BAFTA-tilnefningum og átta Óskarstilnefningum.
l
Sam Rockwell í hlutverki George W. Bush, forseta Bandaríkjanna.
Veistu svarið?
Þótt Christian Bale sé aðeins 45 ára á hann að
baki 32 ára farsælan leikferil enda sló hann
í gegn aðeins 13 ára gamall í sinni fyrstu
bíómynd, Empire of the Sun. Hver leikstýrði
honum í þeirri mynd?
Steve Carell leikur varnarmálaráðherrann Donald Rumsfeld.
Steven Spielberg.
12
Myndir mánaðarins