Aladdin
Gættu að því sem þú óskar þér
Ævintýrið um Aladdín, sem sótt er í uppfærðu útgáfuna af
arabísku þjóðsögunum Þúsund og ein nótt og Disney gerði
frábæra teiknimynd eftir árið 1992, er hér fært í nýjan, litríkan
og spennandi búning þar sem tónlist og dans kemur mikið við
sögu og grínið er að sjálfsögðu aldrei langt undan.
Það er Guy Ritchie sem leikstýrir þessari nýju og fjörugu útfærslu
af sögunni um Aladdín og töfralampann og í aðalhlutverkum eru
þau Mena Massoud og Naomi Scott sem leika Aladdín og Jasmine
prinsessu, Will Smith sem leikur andann og Marwan Kenzari sem
leikur stórvesírinn Jafar. Sagan er í stuttu máli um þjófinn og „stræt-
isrottuna“ Aladdín sem Jafar, stórvesírinn valdagráðugi, sendir út af
örkinni til að finna forláta lampa í helli einum og færa sér. Aladdín
veit ekki fyrr en hann hefur lampann í höndunum að í honum býr
andi sem getur veitt og uppfyllt þrjár óskir þess sem á honum
heldur. Það verður til þess að Aladdín ákveður að standa ekki við
samkomulagið við Jafar heldur nýta sér óskirnar í eigin þágu og til
að vinna ástir dóttur soldánsins, hinnar fögru Jasmín prinsessu. En
Jafar gefst ekki svo glatt upp og staðráðinn í að komast yfir lamp-
ann sendir hann sína menn af stað til að klófesta Aladdín ...
Aladdin
Ævintýri
Aldurstakmark og lengd ekki fyrirliggjandi fyrir prentun
Aðalhlutverk: Mena Massoud, Naomi Scott, Will Smith, Marwan
Kenzari, Alan Tudyk, Billy Magnussen, Nasim Pedrad, Navid Negahban,
og Numan Acar Leikstjórn: Guy Ritchie Bíó: Sambíóin Álfabakka,
Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Háskólabíó, Selfossbíó,
Eyjabíó, Ísafjarðarbíó, Bíóhöllin Akranesi, Skjaldborgarbíó og Króksbíó
Frumsýnd 22. maí
Naomi Scott og Mena Massoud leika þau Jasmín prinsessu og Aladdín.
Punktar ....................................................
Sagan um Aladdín og töfralampann er í raun ekki að finna í hinum
upprunalegu arabísku þjóðsögum sem saman nefnast Þúsund og
ein nótt heldur var henni bætt inn í sagnabálkinn á 19. öld. Hún
hefur þó allar götur síðan verið þekktasta sagan í Þúsund og einni
nótt ásamt sögunni, eða sögunum sjö, um Sindbað sæfara.
l
Tónlistin í myndinni er að mestu eftir Alan Menken sem samdi
Óskarsverðlaunatónlistina við teiknimyndina árið 1992 en einnig er
hér að finna ný lög og texta eftir þá Benji Pasek og Justin Paul sem
hlutu m.a. Óskarsverðlaunin fyrir tónlist sína í myndinni La La Land.
l
Í hlutverki andans sem býr í lampanum og getur uppfyllt þrjár óskir
eiganda síns er Will Smith sem sagður er fara á kostum í myndinni.
Veistu svarið?
Tvær af uppáhaldspersónum margra úr teikni-
myndinni frá 1992 voru hinn kaldhæðni páfa-
gaukur Jafars og hinn úrræðagóði api sem fylgir
Aladdín. Þessar tvær persónur eru að sjálfsögðu
með í nýju myndinni, en hvað heita þær?
Marwan Kenzari leikur hinn valdagráðuga Jafar stórvesír.
Jagó og Abú.
26
Myndir mánaðarins