Myndir mánaðarins MM Maí 2019 Bíóhluti | Page 22

John Wick: Chapter 3 - Parabellum Allt hefur afleiðingar Það bíða margir spenntir eftir þriðju myndinni um leigumorð- ingjann John Wick sem í lok myndar númer tvö neyddist til að leggja á flótta þegar ljóst varð að nánast hver og einn einasti leigumorðingi í heimi myndi innan klukkustundar hefja leit að honum í því skyni að drepa hann til að geta innheimt þær 14 milljónir dollara sem settar hafa verið honum til höfuðs. „Winston. Segðu þeim, segðu þeim öllum, að hver sem kemur, hver sem það er, að ég muni drepa hann. Að ég muni drepa þau öll,“ voru lokaorð Johns Wick þegar við skildum við hann síðast, aðeins klukkustund áður en hann yrði réttdræpur í augum leigumorðingja heimsins. Þessi þriðji kafli sögunnar hefst innan þessarar sömu klukkustundar sem er einnig sá tími sem John hefur til að undirbúa sig undir það sem verða vill. Sá undirbúningur felst auðvitað helst í því að verða sér úti um vopn og skotfæri í miklu magni, enda mun ekki veita af. Og nú er bara að sjá hvernig John reiðir af og hvort honum takist að sleppa lifandi frá þeim hasar sem framundan er ... John Wick: Chapter 3 - Parabellum Hasar / Spenna Fyrrverandi leigumorðinginn John Wick er heldur betur búinn að koma sér í klandur því 14 milljónir dollara hafa verið settar til höfuðs honum. Sú upphæð nægir, og gott betur, til að allir leigumorðingjar heims eru komnir á stjá, hver og einn staðráðinn í að drepa hann. 130 mín Aðalhlutverk: Keanu Reeves, Halle Berry, Ian McShane, Asia Kate Dillon, Jerome Flynn, Anjelica Huston, Laurence Fishburne, Lance Reddick og Jason Mantzoukas Leikstjórn: Chad Stahelski Bíó: Laugarásbíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 17. maí Punktar .................................................... Heiti myndarinnar, Parabellum, er sótt í latneska orðatiltækið „si vis pacem, para bellum“ sem þýðir „ef þú vilt frið, búðu þig undir stríð“. Heitið „Parabellum“ hefur einnig verið notað yfir ákveðnar tegundir af byssum og skotfærahylkjum, s.s. Luger P08 skammbyss- una, og má því segja að um tvöfalda tilvísun sé að ræða. l Það vantar alveg örugglega ekkert upp á hasaratriðin í John Wick 3. Veistu svarið? Allir helstu aðstandendur fyrri myndanna snúa aftur í þessari, þ. á m. leikstjórinn Chad Stahelski, en hann og Keanu Reeves hafa þekkst síðan 1998 þegar Chad tók að sér að vera staðgengill hans í frægri mynd. Hvaða mynd? Halle Berry leikur Sofiu, gamla vinkonu Johns Wick, sem ákveður að ganga í lið með honum einmitt þegar hann þarf mest á því að halda. The Matrix. 22 Myndir mánaðarins