Myndir mánaðarins MM Maí 2019 Bíóhluti | Page 18

Pokémon Detective Pikachu Finndu slóðina Harry Goodman er einkaspæjari í borginni Ryme þar sem mannfólkið og pókémonar búa saman, að mestu í sátt og samlyndi þótt þeir eigi ekki auðvelt með að skilja hvers annars tungumál og siði. Þegar Harry hverfur dag einn gersamlega spor- og orðalaust af skrifstofu sinni kemur það í hlut tvítugs sonar hans, Tims, ásamt fyrrverandi félaga Harrys, pókémon- spæjaranum Pikachu, að leysa málið, helst með hraði. Samstarf þeirra Tims og Pikachus byrjar að vísu ekkert allt of vel enda hefur Tim lítið álit á pókémonum yfirleitt og vissi þess utan ekki að faðir hans hafði þekkt Pikachu. Auk þess þjáist Pikachu af minnisleysi eftir höfuðhögg sem gæti allt eins tengst hvarfi Harrys, hvernig sem það má annars vera. En eftir byrjunarörðugleika í samskiptum hefjast þeir Tim og Pikachu handa við að safna gögnum og vísbendingum um hvarf Harrys sem eiga fljótlega eftir að leiða þá á slóð illa inn- rættra aðila sem ógna ekki bara friðinum í Ryme-borg heldur hafa á prjónunum að gera út af við alla pókémona fyrir fullt og allt ... Pokémon Detective Pikachu Ævintýri / Grín 104 mín Aðalhlutverk: Ryan Reynolds, Justice Smith, Suki Waterhouse, Bill Nighy, Kathryn Newton, Ken Watanabe, Omar Chaparro og Rita Ora Leikstjórn: Rob Letterman Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Smárabíó, Selfossbíó, Eyjabíó, Ísafjarðarbíó, Bíóhöllin Akranesi, Skjaldborgarbíó og Króksbíó Frumsýnd 10. maí Justice Smith leikur Tim Goodman, son týnda einkaspæjarans Harrys Goodman sem var einnig fyrrverandi starfsfélagi Pikachus (Ryan Reynolds). Nú verða þeir Tim og Pikachu að leggja saman krafta sína og finna út úr því hvers vegna Harry hvarf og ekki síður hvar hann er. Punktar .................................................... Leikstjóri myndarinnar og einn af höfundum handritsins, Rob Letterman, á m.a. að baki myndirnar Monsters vs. Aliens, Gulliver’s Travels, Goosebumps og teiknimyndina Shark Tale. l Myndin sækir efnið að verulegu leyti í metsöluleikinn Detective Pikachu sem kom út árið 2016 fyrir Nintendo 3DS-leikjatölvuna. l Detective Pikachu er spáð mikilli velgengni í kvikmyndahúsum og hefur þegar verið hafist handa við gerð framhaldsmyndar. l Ryan Reynolds bæði talar fyrir Pikachu og ljær honum andlitshreyf- ingar sem voru teknar upp með svokallaðri „motion capture“-tækni. Veistu svarið? Ryan Reynolds er í miklu uppáhaldi hjá mörgum, ekki síst eftir að hann sló enn og aftur í gegn sem Wade Wilson, öðru nafni Deadpool, í samnefndum myndum. Færri muna kannski að hann hafði leikið Wade Wilson áður. Í hvaða mynd? X-Men Origins: Wolverine. 18 Myndir mánaðarins