Myndir mánaðarins MM Mars 2019 DVD BR VOD og tölvuleikir | Page 13
Heavy Trip – Mía og ég
Til móts við heimsfrægðina
Tori er 25 ára íbúi smábæjarins Taivalkoski í Finnlandi og aðalmaður þunga-
rokksbandsins Impaled Rektum sem hefur aldrei spilað opinberlega þótt
Tori og félagar hafi æft sig í 12 ár. Þegar norskur umboðsmaður á leið um
bæinn og býður þeim að koma fram á fyrirhugaðri þungarokkshátíð í Noregi
fer í gang alveg sprenghlægileg atburðarás með ófyrirsjáanlegum endi.
Það er óhætt að segja að þeir Tori, sem er söngvari bandsins, gítarleikarinn Lot-
vonen, bassaleikarinn Pasi og trommarinn Jynnky verði spenntir yfir boðinu því
eftir 12 ára æfingar er bandið orðið nokkuð þétt og á áreiðanlega erindi á þunga-
rokkshátíð. Vandamálið er að komast þangað því þeir eru allir staurblankir. Sem
betur fer ræður Jynnky yfir sendibíl en ástand hans er þannig að ekki er víst að
hann komist alla leið. Til viðbótar bætast við önnur mál, t.d. ástamál Toris sem er
yfir sig hrifinn af blómasalanum Miiu en allt of feiminn til að segja henni það ...
Punktar ..................................................................
HHHH 1/2 - R.Ebert.com HHHH - L.A. Weekly HHHH - H. Reporter
Heavy Trip, sem á frummálinu heitir
Hevi reissu, er alveg áreiðanlega ein
fyndnasta mynd sem Finnar hafa gert
enda hefur hún hlotið afar góða dóma
og naut mikillar aðsóknar í bíó í heima-
landinu. Segja margir að hún sé nokkurs
konar Spinal Tap Finna og að hún eigi
eins og sú mynd örugglega eftir að verða
„cult-classic“ þegar fram líða stundir.
Þess má þó geta að húmorinn er dálítið
sýrður á köflum og sennilega ekki fyrir Þrír af fjórum meðlimum Impaled Rektum
alla en þeir sem kunna að meta grásvart eru þeir Pasi, Lotvonen og Turo sem þeir
Max Ovaska, Samuli Jaskio og Johannes
gaman að hætti Finna munu hlæja sig
Holopainen leika af mikill innlifun.
máttlausa að sumum atriðunum.
l
90
VOD
mín
Aðalhl.: Johannes Holopainen, Samuli Jaskio og Antti
Heikkinen Leikstj.: J. Laatio og J. Vidgren Útg.: Myndform
Gamanmynd
1. mars
Mía og ég
Komdu með í ævintýralandið Sentópíu
Mía og ég eru tölvuteiknaðir 23 mínútna
þættir um hina tólf ára gömlu Míu sem í
gegnum gjöf frá föður sínum, sem var
uppfinningamaður, getur ferðast inn í
álfa- og ævintýralandið Sentópíu þar
sem hún breytist sjálf í álfastelpu.
Í Sentópíu búa bæði álfar og margs konar
furðudýr svo sem einhyrningar sem Mía
tekur miklu ástfóstri við enda skilur hún
mál þeirra og þeir hennar. Ásamt þeim og
öðrum vinum sínum lendir Mía síðan í
margs konar skemmtilegum ævintýrum.
VOD
69
mín
Teiknimyndir um hina 12 ára Míu sem ferðast inn í
ævintýralandið Sentópíu Útgefandi: Myndform
Barnaefni
1. mars
Myndir mánaðarins
13