Myndir mánaðarins MM Mars 2019 DVD BR VOD og tölvuleikir | Seite 12

Madame Ástin spyr engan um leyfi Hjónin Anne og Bob eru auðugt hástéttarfólk sem er nýflutt frá Bandaríkj- unum til Parísar þar sem þau hafa keypt sér glæsilegt hús í besta og róman- tískasta hverfinu. En Anne er líka hjátrúarfull og þegar hún uppgötvar að gestirnir í innflutningsmatarboðinu eru þrettán talsins ákveður hún að fá eina af þjónustustúlkunum, Mariu, til að þykjast vera fjórtándi gesturinn. Hér er á ferðinni skondið gamandrama með rómantískri fléttu sem margir áhorf- endur munu kunna að meta. Það að dubba Mariu upp sem auðuga hástéttar- konu og sem fjórtánda gestinn á nefnilega eftir að hafa þær afleiðingar að einn af karlkynsgestunum í matarboðinu, David Morgan, verður afar hrifinn af henni. Það var nokkuð sem þau Anne og Bob gerðu ekki ráð fyrir og vilja alls ekki að fari lengra og í gang fer skemmtileg atburðarás þar sem ást og hagsmunir togast á ... Punktar .................................................................. Hin spænska Rossy de Palma sem leikur hér þjónustustúlk- una Mariu sló upphaflega í gegn í myndum Pedros Almo- dóvar, Konur á barmi tauga- áfalls og Bittu mig, elskaðu mig, og hefur allar götur síðan verið ein vinsælasta og dáðasta leik- kona Spánverja. l Madame er önnur mynd leik- stjórans og handritshöfundarins Amöndu Sthers sem er einnig þekktur rithöfundur enda hefur hún skrifað 11 skáldsögur sem þýddar hafa verið á fjölda tungu- mála og hlotið ótal verðlaun. l 91 VOD mín Aðalhl.: Toni Collette, Harvey Keitel, Rossy de Palma og Michael Smiley Leikstjórn: Amanda Sthers Útgefandi: Myndform Gamandrama 1. mars Leikarahjónin Kate Mara og Jamie Bell eru miklir hundavinir og að sjálfsögðu hundaeigendur sem sjást ósjaldan í göngutúrum með þá í Los Angeles. Þessi mynd var tekin þar 18. febrúar. 12 Myndir mánaðarins Rossy de Palma leikur þjónustustúlkuna Mariu sem fær óvænt tækifæri til að breyta lífi sínu þegar húsbændur hennar fá hana til að þykjast vera mikilsvirta og auðuga hástéttarkonu frá Spáni. Á sama tíma voru hjónin Emily Blunt og John Krasinski í New York þar sem þau sóttu verð- launahátíð handritshöfunda, enda var handrit- ið að A Quiet Place tilnefnt sem besta handritið. Chris Pratt lætur ljósmyndara sem fylgjast með hverju hans skrefi ekki fara mikið í taug- arnar á sér og á það til að taka frekar þátt í að þeir nái af honum skemmtilegum myndum.