FÆST ÁN
LYFSEÐILS
Rosazol – Lyf við rósroða
Rósroði er húðsjúkdómur sem hrjáir allt að tíunda hvern einstakling, bæði konur og karla.
Sjúkdómurinn er krónískur en því fyrr sem meðferð hefst, því líklegra er að hægt sé að hægja á
framvindu einkenna. Rosazol er fyrsta og eina lyfið sem fæst án lyfseðils við einkennum
rósroða eins og roða og bólum. Virka innihaldsefnið í Rosazol, metrónídazól, tilheyrir flokki
sýklalyfja og er ætlað til staðbundinnar notkunar við rósroða. Rosazol, sem er án rotvarnar, er
borið á einkennin tvisvar á dag en ávallt ætti að ráðfæra sig við lækni áður en byrjað er að nota
lyfið. Ef greiningin er rósroði – spurðu þá eftir Rosazol í apótekinu.
Rosazol 10 mg/g krem inniheldur virka efnið metrónídazól. Lyfið tilheyrir flokki sýklalyfja, virkt gegn nauðbundnum (obligate), loftfælnum bakteríum og frumdýrum og ætlað til staðbundinnar notkunar við rósroða. Rósroði kemur einkum fram
sem roði eða rauðir bólguhnúðar á enni, nefi, kinnum og höku. Rósroði er algengastur hjá konum milli 30 og 50 ára. Áður en meðferð með Rosazol kremi hefst skal læknir staðfesta sjúkdómsgreininguna. Bera skal þunnt lag af Rosazol á svæðið
sem á að meðhöndla, tvisvar á dag, að morgni og að kvöldi. Beri meðhöndlun ekki markverðan árangur ætti að hætta henni og hafa samband við lækni. Börn ættu ekki að nota lyfið þar sem ekki liggja fyrir gögn um öryggi/virkni/skammta fyrir
börn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is