Myndir mánaðarins MM Júlí 2019 DVD VOD BR | Page 21
Kursk
Kapphlaup við tímann
Þann 12. ágúst árið 2000 varð gríðarleg sprenging í rússneska kjarnorku-
kafbátnum Kursk þar sem hann tók þátt í flotaæfingu Rússa á Barentshafi
með þeim afleiðingum að hann sökk til botns á rúmum tveimur mínútum.
Það sem gerðist næst varð að einhverju mesta hneyksli hernaðarsögunnar.
Það þekkja sjálfsagt margir atburðarásina sem fór í gang eftir sprenginguna, eða
réttara sagt sprengingarnar þrjár sem urðu með skömmu millibili í Kursk en þær
voru svo öflugar að þær komu víða fram á jarðskjáftamælum. En af tillitssemi við
þá sem þekkja ekki söguna og ætla að sjá myndina þá förum við ekki nánar út í
hana. Rétt er þó að geta þess að myndinni er ekki ætlað að vera heimild um það
sem gerðist heldur lýsir hún frekar viðbrögðum og upplifun þeirra voru á staðnum.
Punktar ..................................................................
HHHH - The Guardian HHH - Los Angeles Times HHH - New York Times
HHH - CineVue HHH - The Hollywood Reporter HHH - Screen Intl.
Kursk er ellefta bíómynd danska leik-
stjórans Thomasar Vinterberg en þrjár
þær síðustu voru Kollektivet, Far from
the Madding Crowd og Jagten.
l
Handritið, sem er eftir Robert Rodat
(Saving Private Ryan, The Patriot), er
byggt á bókinni A Time to Die eftir
Robert Moore sem kom út árið 2002.
l
117
VOD
mín
Aðalhlutv.: Matthias Schoenaerts, Léa Seydoux og Colin Firth
Leikstjórn: Thomas Vinterberg Útgefandi: Myndform
Sannsögulegt
19. júlí
Þær Jessica Alba og Gabrielle Union voru á
meðal heiðursgesta á 59. kvikmynda- og
sjónvarpshátíðinni í Monte Carlo þar sem þær
fluttu skemmtilega ræðu við opnunina 14. júní
og skörtuðu að sjálfsögðu sínu fínasta.
Kursk er síðasta myndin sem Michael
Nyqvist lék í en hann var langt leiddur
í veikindum sínum þegar hann lék í
atriðum sínum í myndinni og lést
skömmu síðar, eða 27. júní 2017.
l
Sama dag, 14. júní, voru hjónin Joe Manganiello
og Sofia Vergara hins vegar stödd nánast hinum
megin á hnettinum, nánar tiltekið á kvikmynda-
og súkkulaðihátíð Hawaii-eyja sem að þessu
sinni var haldin í bænum Waiela á eyjunni Maui.
Matthias Schoenaerts leikur einn af þeim
sem voru um borð í Kursk þegar hann sökk.
Shailene Woodley, sem m.a. hefur gert það
gott að undanförnu í sjónvarpsþáttunum Big
Little Lies, mætti eins og sést í sínu fínasta og
með risastórt bindi í viðtal í frétta- og spjall-
þáttinn Good Morning America 11. júní.
Myndir mánaðarins
21