Myndir mánaðarins MM Febrúar 2019 DVD VOD og tölvuleikir | Page 31

The Front Runner – The New Romantic Eitt feilspor ... Gary Hart var vonarstjarna bandaríska demókrataflokksins árið 1986 og töldu margir hann öruggan um að verða útnefndur forsetaefni flokksins í kosningunum 1988. Þegar pressan komst að því að hann hafði átt vingott við konu utan hjónabandsins féll hann af þeim stalli með miklum hvelli. Þeir sem hafa gaman af virkilega vel gerðum og leiknum sögulegum myndum ættu ekki að láta The Front Runner fram hjá sér fara. Hugh Jackman bregður sér hér í hlutverk þingmannsins Garys Hart sem eftir þingsetu fyrir Colorado frá árinu 1975 ákvað að gefa kost á sér til forsetaframboðs fyrir demókrata í kosningunum 1984. Hann tapaði þá naumlega fyrir Walter Mondale en var í staðinn talinn nánast öruggur með útnefninguna fjórum árum síðar. Þegar sú barátta var komin í fullan gang byrjuðu hins vegar sögur um framhjáhald hans að koma upp á yfirborðið ... Punktar .................................................................. HHHHH - Observer HHHHH - Film Threat HHHH 1/2 - C. Sun-Times HHHH - L.A. Times HHHH - IGN HHHH - N.Y. Post HHHH - Empire Leikstjóri myndarinnar er Jason Reitman sem á m.a. að baki verðlauna- myndirnar Tully, Juno, Young Adult, Up in the Air og Thank You for Smoking og hefur fjórum sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna. Jason skrifaði einnig handritið í samvinnu við Jay Carson, en það er byggt á bókinni All The Truth Is Out eftir Matt Bai. l 117 VOD mín Eins og alltaf hefur Hugh Jackman fengið ómælt lof fyrir leik sinn í myndinni og þykir sannarlega hafa átt skilið að fá tilnefningu til Óskars- verðlauna fyrir hann. l Aðalhl.: Hugh Jackman, Vera Farmiga, J.K. Simmons og Alfred Molina Leikstjórn: Jason Reitman Útgefandi: Sena Sannsögulegt 28. febrúar Hugh Jackman leikur forsetaframbjóð- andann Gary Hart í The Front Runner. Rómantíkin er dauð Blake er ung kona sem stundar nám í blaða- mennsku og lætur sig dreyma um að vinna til peningaverðlauna í keppni sem fram- undan er um bestu reynslusöguna. Vanda- málið er að hún hefur enga reynslu og þarf því að byrja á því að bæta í þann banka. VOD 81 mín Rómantísk kómedía 28. febrúar The New Romantic er skemmtileg mynd um ást og ástarsambönd, en frá nokkuð öðruvísi sjón- arhóli en fólk gæti búist við fyrirfram. Málið með Blake er að þótt hún hafi oft farið á stefnumót með mönnum sem henni hefur litist vel á hefur hún aldrei orðið ástfangin í alvöru og því hafa sambönd hennar runnið jafnskjótt út í sandinn og þau byrjuðu. Nú, þegar hún þarf að finna sér sögu til að senda í keppnina, fær hún þá hugmynd frá vinkonu sinni að prófa að hitta sér mun eldri menn, svo- kallaða „sykurpabba“, og sjá hvað gerist ... Punktar ............................... Jessica Barden sem leikur Blake hefur getið sér gott orð í ýmsum myndum allt frá því að hún var sjö ára en er einna best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Alyssa í bresku sjónvarps- þáttunum The End of the F***ing World. l Aðalhlutverk: Jessica Barden, Hayley Law, Brett Dier, Camila Mendes og Timm Sharp Leikstjórn: Carly Stone Útgefandi: Sena Leikaraparið Rooney Mara og Joaquin Phoenix létu sig engu varða um ljósmyndara þar sem þau voru í gönguferð í Los Angeles, en þau byrjuðu saman þegar þau léku hvort á móti öðru í myndinni Mary Magdalene. Sam- bandið er því að verða tveggja ára Myndir mánaðarins 31